Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 35
STEFÁN MAGNÚSSON BÓKBINDARI
vélar óvíða. Heimilisreksturinn kallaði því á mikla vinnu og
árvekni og varla á eins manns færi að sinna öllum þeim störf-
um, er honum fylgdi, enda var oft kallað á Stefán. Hann sá um
kyndinguna í húsinu, en þá var kynt með kolum, hjálpaði for-
eldrum mínum að koma upp garði í kringum húsið og var oft
og tíðum hægri hönd móður minnar við margháttuð störf, er
til féllu. Mamma var ákaflega hög í höndum og hafði gaman af
að prófa sitthvað nýtt. Ég man til dæmis eftir að einu sinni
fékk hún mikinn áhuga á skermagerð og í annað skipti á bók-
bandi. í báðum þessum tilvikum mun Stefán hafa leiðbeint
henni.
Þegar hugur minn reikar til þessara horfnu ára er mér ofar-
lega í huga hve barngóður Stefán var. Ég man, að alloft þegar
pabbi og mamma brugðu sér af bæ og ég var ung að árum, að
Stefán sat hjá mér og las mér sögur og ævintýri. Var ég þá oft
rellin þegar hann vildi hætta lestrinum og bað hann endalaust
um að halda áfram. Á þessum fyrstu árum okkar í húsinu
bjuggu þar einnig Brynhildur Jónasdóttir og Friðrik Sigurðs-
son ásamt Hólmfríði dóttur sinni. Hún var jafnaldra mín, og
við lékum okkur saman. Við stöllur sóttumst mikið eftir því að
komast inn til Stefáns og njóta nærveru hans. Las hann þá oft
fyrir okkur eða - sem oftar var - að við fengum að rísla með
pappír, pappa, snæri og lím. Hélt hann þá áfram vinnu sinni
og lét okkur ekki trufla sig. Eftirlætisleikur okkar var þó að fá
að binda Stefán fastan við stólinn, sem hann sat á. Lét hann það
yfirleitt afskiptalaust, enda þurfti hann ekki annað en hreyfa
sig örlítið til þess að vera laus úr fjötrunum. Þó fór þessi leikur
að lokum þannig, að eitt sinn þegar Stefán var í böndunum,
var barið að dyrum, en nú brá svo við, að hann gat ekki losað
snærin og varð því að fara með stólinn reyrðan á bakinu til
dyra þar sem undrandi aðkomumaður beið hans.
Mér fannst alla tíð, að Stefán ætti heima í húsinu hjá okkur,
og þess vegna man ég hvað mér fannst tómlegt þegar ég kom
norður eitt vorið og mér varð ljóst, að hann var fluttur. Einhvern
33