Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 180
SKAGFIRÐINGABÓK
um vér þá, að bússan, sem flutd kirkjuviðinn frá Noregi vestur
yfir Islandshaf, hreppti storma og kæmist menn í lífsháska, en
héti á heilagan Nikulás, að bjargaðist og bæri Goðdalakirkja
síðan hans áheitisnafn. Sem var fallið í gleymsku um hátíðar
1903, enda var ekki Nikulásarkirkja á Skarði á Skarðsströnd. —
Hitt er svo annað mál og lítt hrósvert, að verndari barnanna
suður í löndum þegar á 4. öld, hefur nú fengið nýja mynd, nýtt
gervi, nefnilega hins hjákátlega jólasveins. Ofbýður oss sú van-
sæmd.
Rafhitun er að sjálfsögðu komin í Goðdalakirkju í stað við-
arofnsins, sem síra Vilhjálmur Briem lét kirkjusjóðinn kosta 1895
„til að auka kirkjusóknina." Á fyrri tíma reisn minnir mjög góð-
ur hengilampi með 20 lína brennara, alheill og ber þrjár þriggja
kerta pípur. Ljósahjálminn, gamla og fallega hallarkrónu af
slípuðu gleri, götuðu og í vírhengi um látúnsbogana, gaf Elín-
borg Lárusdóttir rithöfundur frá Tunguhálsi fyrir tveimur ára-
tugum.
Hljóðfærið, sem er frá orgelsmiðjunum Delmarco í Trento á
Ítalíu, er minningargjöf um Litluhlíðarhjónin Guðmund Ólafs-
son og Ólínu Sveinsdóttur. Var Guðmundur organisti kirkj-
unnar meira en 40 ár. Hann var fæddur 1885 og mun hafa lært
organleik af Magnúsi Jónssyni í Gilhaga, en í Skagfirzkum cevi-
skrdm er sagt, að hann lærði að spila, þegar hann var við nám í
Flensborgarskóla, yki síðar við hjá Hallgrími Þorsteinssyni á
Sauðárkróki. Mun það allt rétt vera, stig af stigi, enda þótti Guð-
mundur, kennari og bóndi, mjög góður organisti, dáinn 1967.
Síðan lyktir staðamála 1297 var Goðdalajörð eign kirkjunn-
ar og staðurinn prestsetur með öllum lénsréttindum og skyld-
um. Frá 1907, er stórtækustu „staðamál" urðu í nýjum sið, en í
gagnstæða átt, voru Goðdalir eign Kirkjujarðasjóðs, unz Símon
Jóhannsson og Monika Sveinsdóttir fengu jörðina keypta 1948
á kr. 10 þúsund og gerðu að ættaróðali. Bjuggu síðan synir
þeirra þrír, Grétar og Borgar á heimajörðinni, en Trausti á ný-
býli, sem hann reisti í utanverðu landi þessarar miklu og fallegu
178