Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
1887-1903.6 Sagnirnar um séra Odd og Málmfríði bjó Hannes
Þorsteinsson hins vegar til prentunar í IV. bindi Blöndu 1928-
31, þar sem þær eru reyndar fengnar úr handriti með hendi áð-
urnefnds Gunnlaugs Jónssonar á Skuggabjörgum, að sögn eftir
eiginhandarriti séra Páls.7 Og enda þótt þessar frásagnir séu
ekki nákvæmlega eins að stafsetningu eða orðalagi á stöku stað,
þykir ekki ástæða til að endurprenta þær hér. - Á hinn bóginn
hafa sýnirnar eða „sjónirnar” ekki birzt, svo kunnugt sé undir-
rituðum, og fylgja því þessum skrifum, enda gerast allar í Skaga-
firði, þ.e. á Hólum og Reynistað. Hafa þær þá sérstöðu meðal
þeirra frásagna, sem bárust Fornfræðafélaginu, að þær greina frá
eigin reynslu skrásetjara, svo þar er enginn milliliður, einn eða
fleiri, eins og venja er um þjóðsagnir, enda að sumu leyti ekki í
anda þess efnis, er tekið var í fyrstu þjóðsagnaútgáfurnar, þótt
slíkar frásagnir yrðu mjög vinsælar, einkum þegar kom fram á
þessa öld.
Um svip eftir framliðinn
Þegar eg var í Hólaskóla, hér um 19 ára gamall, var það
þá og hafði ætíð verið siðvenja, að skólapilltum létust
eptir þrír dagar til að koma í burt til hagabeitar hestum
sínum, og þá var líka skrifað upp allt það, er þeir höfðu
meðferðis; - og so var enn þetta haust, sem eg nú um
tala 1798. Eitt af þessum kvöldum var eg niðri í staðn-
um að borða kvöldmat minn, og var orðið vel hálf-
dimmt. Að því búnu fer eg upp í skóla til að hátta. En
þegar eg kom inn undir stigann, heyri eg ekki til nokk-
urs manns. Mig undrar og ergist við sjálfan mig, hvað
6 Sjá fslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, safnað hafa J[ón] Árnason og
Ó[lafur] Davíðsson, II. Skemtanir, Kaupmannahöfn 1888-92, bls. 90, 152-
54, 181; III, Vikivakar og vikivakakvæði, Kaupmannahöfn 1894, bls. 384;
IV, Þulur og þjóðkvæði, Kaupmannahöfn 1898-1903, bls. 173.
7 Blanda IV, Reykjavík 1928-31, bls. 64-66 og 110-113. (Sbr. JS 591 4to).
186