Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
og lét héraðsskjalasafnið hér á Sauðárkróki hafa það. Ég hef
aldrei safnað bókum sjálfur, nema uppsláttarbókum, svo sem um
ættfræði.
VI
Um önnur störf mín en bókbandið, eftir að ég fluttist á Sauðár-
krók, er fátt að segja. Ég hef áður nefnt, að ég var í allmörg ár
á Reynistað yfir hásláttinn, eftir að ég fluttist hingað, svo var
ég í um 20 ár markaskoðunarmaður í sláturhúsi Kaupfélags
Skagfirðinga í sláturtíðinni. Ég hef ekki sótzt eftir embættum,
en ég var upp undir 20 ár umsjónarmaður með kirkju og kirkju-
garði hér. Það var í því fólgið að halda kirkjugarðinum hrein-
um, slá hann og raka og eins að kortleggja og skrásetja leiðin,
en það hefur verið gert hér frá upphafi. I kirkjunni þurfti að
passa upp á hita, og þar þurfti ég að vera viðstaddur allar at-
hafnir. Fyrst aðstoðaði ég Jón Þ. Björnsson skólastjóra við þetta,
en síðan sá ég um þetta einn, en þetta var ekki alveg samfellt.
Ég var um skeið í stjórn bókasafnsins hér og var dálítið hjálp-
legur þar við ýmislegt, t.d. skjalasafnið áður en það varð sjálf-
stætt og fór að hafa opið reglulega og réði til sín mann. Þá hef
ég haft gaman af fræðagrúski og skrifað allmarga þætti í Skag-
firzkar œvtskrdr. Ég hef aldrei eignazt mitt eigið heimili, en
alltaf verið ákaflega heppinn með, að það hafa alltaf verið heim-
ili, sem ég hef verið í eins og heimamaður. Ég hef alla tíð haft
afar gaman af börnum, og þau hafa hænzt að mér, og það hefur
mér þótt vænt um.
Að lokum vil ég segja það, að ég tel mig hafa haft góðu að
mæta hvar sem er á lífsieiðinni.
VII
Stefán Magnússon bókbindari er minnisstæður flestum Skag-
firðingum, sem komnir eru á manndómsár. Hann lézt 9- maí
1981 eftir skamma sjúkdómslegu.
30