Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 166
SKAGFIRÐINGABÓK
berkla og leitaði sér heilsubótar í Kaupmannahöfn, en sagði þá
lausu hinu skagfirzka dalakalli. Lagðist það orð á Goðdalabæ-
inn, að hann væri berklabæli, lekar þekjur og saggi í veggjum
af langvarandi viðhaldsleysi. Fékk þá Svínvetningurinn Haf-
steinn Pétursson, prestur Tjaldbúðarsafnaðar í Islendingabyggð-
um í Manitoba, veitingu fyrir Goðdölum. Hann kom aldrei á
staðinn. Var síra Hafsteinn vel lærður í danskri kirkjustefnu
Grundtvigs skálds. Bændur í Skagafjarðardölum voru forvitnir
um slíkt og kusu síra Hafstein, en felldu hinn umsækjandann,
síra Brynjólf Jónsson á Ólafsvöllum á Skeiðum, er var mágur
síra Zóphoníasar. Voru þó aðeins gamansögur þjóðfrægar um
síra Brynjólf, en þungar sakir bornar á síra Hafstein vestanhafs,
þar sem æðsti prestur Vestur-Islendinga, dr. Jón Bjarnason,
felldi yfir honum áfellisdóma fyrir trúvillu og sjúkdómsgreindi
geðveikan. Birtust slíkir pistlar í blöðum vestra og síðar einnig
hér á landi, t.a.m. í trúmálaritinu Verði Ijós. Hitt var vel kunn-
ugt, hver ofstækismaður síra Jón Bjarnason var í trúarpólitík
sinni. Létu heimamenn í Skagafjarðardölum slíkt ekki á sér
festa, en kosning þeirra kom þó til einskis. I stað þess að snúa
heim með haustskipinu kvæntist síra Hafsteinn danskri stúlku
og bjó í Kaupmannahöfn lengst af síðan, í nær 30 ár.
Síra Sveinn Guðmundsson frá Hömluholtum í Hnappadals-
sýslu fékk nú Goðdali, hafði áður verið fimm ár á Ríp við lítið
búmannsorð og bar sig illa þar út frá, en í Goðdölum varð hann
öreigi að kalla. Þoldi kona hans fátæktina illa, hefðardama, ætt-
uð frá ríkismannssetrinu Skarði á Skarðsströnd, dóttir síra Jón-
asar Guðmundssonar, hálærðs hæfileikamanns, og Elínborgar
dóttur Kristjáns sýslumanns, Skúlasonar Magnússens. Gáfust
þau upp og fóru með öllu rúin frá Goðdölum þegar í fardögum
1904.
Og nú var prófasturinn í Viðvík á leið fram Skagafjörð til að
vígja hið nýja guðshús, sem prestslausir sóknarmenn höfðu
reist um sumarið og tókst að ljúka smíðinni fyrir haust. Var
verkið þeim mun dýrara og örðugra, að nær ekkert af viðum
164
j