Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 184
SKAGFIRÐINGABÓK
því, sem kallað var „þriðji flokkur" eða „alþýðleg fornfræði",
en af þeim toga er það efni, sem hér um ræðir.1
A næstu árum urðu u.þ.b. 20 Islendingar til þess að svara
þessari áskorun Fornfræðafélagsins. Þeirra á meðal voru tveir úr
Skagafirði, þeir Gísli Konráðsson sagnaþulur og séra Páll Er-
lendsson (1778-1852), þá prestur til Hofs- og Miklabæjarþinga,
sem bjó búi sínu á Brúarlandi í Deildardal. Allt það, sem barst
úr penna Gísla, hefur verið prentað eftir þeim handritum, er
hann sendi Fornfræðafélaginu, eða öðrum, því Gísli ritaði oft
upp eða endurskráði frásagnir sínar. Oðru máli gegnir um skrif
Páls, sem reyndar varð fyrstur allra til að senda Jóni Sigurðs-
syni umbeðið efni. Er handrit hans nú að finna í AM 277 8vo.2
Hér fer á eftir bréf Páls Erlendssonar, sem fylgdi skrifum
hans, er síðan mun nánar að vikið. — I bæði bréfinu og frásögn-
unum er haldið rithætti höfundar, nema hvað n-nn, m-mm, g-
gg og y-reglur og x eða gs, k eða q, j eða i, f eða v, sem og sá
háttur að rita ð fyrir d, þar sem það á við, er ritað samkvæmt
því sem nú tíðkast. Hið sama er að segja um stóran og lítinn
staf, orðaskil og greinarmerki, nema sviga, sem eru í handrit-
inu, svo orðið hefur að setja hornklofa utan um skammstafanir,
sem leyst er úr, og jafnframt greinaskil og leturbreytingar. Þá
er misræmi, t.d. f stafsetningu sama orðs — eg eða jeg - látið
halda sér. Oft er erfitt að greina á milli punkta og komma yfir
stöfum, ekki sízt þar sem þessir textar eru ritaðir upp eftir ljós-
ritum.
Eptir að hafa leigið rúmfastur nú fullar 3 vikur, vantar
mig bæði styrk líkamans og stöðvan þánkanna til að géta
1 Sjá nánar Ögmundur Helgason: Upphaf að söfnun íslenzkra þjóðfræða fyrir
áhrif frá Grimmsbræðrum, Landsbókasafn íslands, Árbók 1989, Nýrflokkur, 15.
ár, Reykjavík 1991, bls 112-124.
2 Kristian Kálund: Katalog over Den amamagnæanske handskriftsamling, Förste
bind, Khavn 1889, bls. 473. - Þar eru þó skráningarmenn hins umrædda
efnis ekki nefndir á nafn, og kemur Páll Erlendsson því ekki fram í nafna-
skrá.
182