Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 167
TRÉKIRKJUTÍMI HINN SÍÐARI f GOÐDÖLUM
hins fyrra kirkjuhúss á staðnum var unnt að endurnýta. Var sú
kirkja þó aðeins 17 ára tréhús, talið vandað og traust, en sem
alkunnugt er fauk Goðdalakirkjan frá 1886 í aftakaveðri hinn
28. desember 1903. Þegar „kirkjan, sem fauk“ var reist, voru í
Goðdalasókn 209 manns, í Abæjarsókn 34. Sumarið 1904 voru
í Goðdalaprestakalli ívið færri, rétt liðlega 200 í heimasókn-
inni og á 22 ábýlum.
Kirkjustjórnin lagði um þær mundir allt kapp á, sem enn er
raunin, að sveitaprestaköllunum yrði fækkað. I bréfabók síra
Zóphoníasar er heimild um eindregna ábendingu til hans, að
hann fái ung bændahjón til að setjast að í Goðdölum, þegar
síra Sveinn var farinn til verzlunarþjónustu á Skarðsströnd konu-
frænda sinna. Fór og svo, að Jón Halldórsson og kona hans,
Friðrika Sigtryggsdóttir, tóku ábúðina á hinni víðlendu og fal-
legu prestsetursjörð. Var ekki tjaldað til einnar nætur, því að
þau bjuggu í Goðdölum til dauðadags hans 1920 og hún síðan
áfram til 1935.
Kirkjuhúsið í Goðdölum um daga síra Zóphoníasar var síð-
asta torfkirkjan á staðnum og jafnframt hin síðasta á upphaf-
legum kirkjugrunni í miðjum garðinum eins og hann var þá.
Vissu kirkjudyr á timburstafni gegnt bæjardyrum að fornri
venju. Lýsing á hinu sjö stafgólfa kirkjuhúsi, sem var alþiljað,
er til frá kirkjuskoðun Steingríms biskups Jónssonar 4. ágúst
1826. Var það hin eina biskupsvísitazía í Goðdölum á öldinni,
hin næsta á aldamótaárinu, er herra Hallgrímur Sveinsson kom
og vitjaði Skagfirðinga. Lýsing hans á kirkjuhúsinu, sem byggt
var 1886, er mjög ónákvæm, en 1908, þegar síra Árni Björns-
son prófastur vitjar kirkjunnar, sem enn stendur með um-
merkjum, en flutt um set, svo að aftur verður Goðdalakirkja
innangarðs, eftir 108 ár í túni, er nýja kirkjuhúsið sagt nær því
eins og það, er fauk út á grundir og brotnaði í mola, þó ívið
minna. Munar þar mestu, að bakkirkja, sérbyggður kór, var
ekki í hinni fyrri trékirkju. Gripir eru hinir sömu, en þeim var
bjargað, er aðeins gerði hlé í storminn og áður en allt keyrði
165