Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 93
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
ups Teitssonar og Margrétar Finnsdóttur biskups, Jónssonar.
Gísli var hjá móður sinni í Neðra-Asi þegar Jóhannes hóf að
lesa hjá honum en varð síðar konrektor á Hólum (1791—96) og
prestur þar og í Stærra-Árskógi. Jóhannes var tekinn í Hóla-
skóla 1794 og hefur tekið góðri framför því að hann var valinn
til að fara á latínuskóla í Danmörku 1798 en komst ekki utan
og varð stúdent frá Hólaskóla aldamótaárið 1800. Jóhannes
kvæntist sama ár og bjó síðan á Bjarnastöðum á móti Ásmundi
hálfbróður sínum en varð prestur í Grímsey 1804. Um hann er
sagt að hann hafi haft „skapsmuni í ákafara lagi ... [og verið]
gæddur námsgáfum í skarpara lagi“ og „háum gáfum“, hafi
einnig verið „mesta hraustmenni, ágætur glímumaður og snar-
menni“.113 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur gefur honum
þessa einkunn: „Hann var gáfumaður, vel hagmæltur, aðfara-
maður til verka, lágur á vöxt og þrekvaxinn mjög en sagður
lítt þokkaður. Séra Gísli sterki Guðmundsson reyndi sig við
hann á Ásgeirsbrekku ... báðir vóru glímumenn hinir mestu".114
Kona Jóhannesar var Sigríður, f. um 1774 á Unastöðum í
Kolbeinsdal, d. 21. júní 1845 í Stóradal í Eyjafirði, Ólafsdóttir
hreppstjóra á Unastöðum, Jónssonar, og konu hans Sigríðar
Þorsteinsdóttur bónda á Álfgeirsvöllum á Efribyggð, Hrólfs-
sonar. Seinni maður Sigríðar Ólafsdóttur (1813) var Þórður Ás-
mundsson bóndi í Stóradal, sem Sigríður eignaðist eftir hans
dag. Þau voru barnlaus en Jóhannes og Sigríður áttu þrjú börn.
Um eitt þeirra er aðeins vitað að það dó ungt en þessi tvö
komust upp:
Guðrún Jóhannesdóttir, f. um 1802 á Bjarnastöðum, d. 3-
febrúar 1875 í Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði, átti fyrr Bárð Stef-
113 Sjá þátt hans í Æíúm lærðra manna, 29. bindi.
114 Sjá þátt Jóhannesar í Prestaæfum Sighvats, bindi XV nr. 2, bls. 1645 (Lbs
2372, 4to); sjá einnig þátt hans í íslenzkum œviskrám III, bls. 35—36. Það sem
í tilvitnunina vantar er ólæsilegt.
91