Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 31
STEFÁN MAGNÚSSON BÓKBINDARI
Hjartarson, fýrrverandi tollstjóri. Hann hefur látið binda inn
mikið af smáprenti. Þótt það séu ekki nema tvö blöð, þá lætur
hann binda það sér. Þá batt ég geysimikið fyrir Steingrím heit-
inn Steinþórsson. Eitt er það, sem ég hef tekið eftir og lært af
reynslunni. Það er að sjá það af þvf, hvernig bækur eru af-
greiddar til mín, hvort sendendurnir eru raunverulegir bóka-
menn eða ekki. Sumir gera nákvæma skrá yfir þetta og taka
allt fram, lit á spjöldum og vilja binda inn kápur, þótt ekkert
sé á þeim, og allt er vandlega niður raðað. Aðrir henda þessu
niður í kassa, ósamanlesnu í haugum. Það finnst mér bending
um, að þar séu ekki verulegir bókamenn á ferðinni.
Ymislegt fáséð og sérkennilegt hefur borizt í hendur mínar
til að binda inn. Eitt af því er blaðið Heiðarbúinn. Utgáfustaður
þess var skráður á Öxnadalsheiði, en það var flokkur vegavinnu-
manna, sem gaf það út sumarið 1940, og vom þar fremstir í flokki
Kristmundur Bjarnason, nú fræðimaður á Sjávarborg, og Stein-
grímur Bernharðsson, nú bankastjóri á Akureyri.
Það var ákaflega heitt í bæjarmálapólitíkinni á Sauðárkróki
um skeið hér á árunum, og þegar Kommúnistaflokkur var
stofnaður hér á landi, þá var stofnuð deild úr honum á Sauðár-
króki. Forgöngumenn voru Pétur Laxdal, faðir Sigurjóns Pét-
urssonar, fyrrum forseta borgarstjórnar í Reykjavík, Helgi Hálf-
danarson, síðar lyfsali og skáld, og Hólmar Magnússon, faðir
Sverris Hólmarssonar kennara og þýðanda. Þeir gáfu út fjölrit-
að blað að nafni Kotungur. Það kom út í fimm ár, en strjált
nokkuð síðustu árin. Af tilviljun eignaðist ég það allt saman.
Mér er sagt, að það muni vera eina heila eintakið af því. Tveir
af útgefendunum hafa sagt mér, að þeir eigi það ekki heilt.
Hannes Pétursson skáld telur, að faðir hans, Pétur Hannesson
póstmeistari, hafi átt það heilt, en að það muni vera glatað.
Svo komu út fleiri blöð hér á Sauðárkróki. Eitt hét Hegri, og
gáfu framsóknarmenn það út. Þá gáfu ungir sjálfstæðismenn út
blað, sem hét Vtkingur, og eldri sjálfstæðismenn út blað, sem
hét Skagfirðingur. Eg eignaðist þetta allt fyrir hreina tilviljun
29