Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 73
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Á BJARNASTÖÐUM
Jón Jónsson, Ásmundssonar, var bóndi í Brekkukoti í Ós-
landshlíð frá 1800 til þess er hann drukknaði 24. júní 1803.
Kona hans var Hólmfríður Bjarnadóttir bónda á Sleitustöðum,
Jónssonar smiðs á Skúfsstöðum í Hjaltadal, Jónssonar (Espólín,
3793). Sonur þeirra var Kristján bóndi og formaður á Hug-
ljótsstöðum á Höfðaströnd.68
Guðrún Jónsdóttir, Ásmundssonar, átti Jón bónda á Grindum
í Deildardal 1790-1826, Guðmundsson síðast bónda á Hrauni
í Sléttuhlíð (til 1794), Hrólfssonar.69 Á meðal barna þeirra voru
Sigurður útvegsbóndi og hreppstjóri í Ártúni á Höfðaströnd
og Jón bóndi í Brekkukoti í Óslandshlíð 1821^42.70
Þeir eru ófáir ættleggir Skagfirðinga sem enda svo: „Jóns-
sonar bónda á Mannskaðahóli og Þönglaskála, Ásmundssonar
bónda í Málmey, Sveinssonar“. Síðan tekur buski óminnisins
við, lengra verður ekki rakið. Samkvæmt þjóðtrúnni var eng-
um nema forynjum vært til lengdar í Málmey og er því helst
svo að sjá að þetta séu huldufólksættir og trölla.
„Ásmundssonar bónda í Málmey, Sveinssonar". Það er kyn-
legur þytur í þulunni þeirri arna. Uppruni Ásmundar á þó
ekkert skylt við ævintýri heldur blasir við örbirgð og um-
komuleysi þegar um er skyggnst. Sveinn faðir hans er nú með
öllu ókunnur en hefur að líkindum búið í Fnjóskadal því að
bróðir Ásmundar á sveitfesti í Hálshreppi þegar manntalið
1703 er tekið. Ásmundur er þá sjálfur næturgestur í Ytra-Dals-
gerði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hann er þá 17 vetra, fædd-
ur um 1636, umhleypingur. Næst skýtur honum upp á mann-
talsþingi í Felli í Sléttuhlíð 19- júní 1724 og hefur þá vænkast
68 Sjá þátt Kristjáns í Skagfirzkum œvukrám 1850-1890 IV, bls. 226—229. Syst-
ur hans voru Björg og Vilborg. Björg „átti b." að sögn Espólíns (3793) en
annað er mér ókunnugt um þessar persónur.
69 Jón á Grindum var samfeðra hálfbróðir Helga Guðmundssonar bónda á Keld-
um í Sléttuhlíð, foður hins nafnkunna Sölva Helgasonar (sbr. Skagftrzkar
aviskrár 1850-1890 IV, 136-137).
70 Sjá Skagftrzkar æviskrár 1850-1890 III, bls. 206-207, og V, bls. 117.
71