Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
með hestum. Það var unnið öðruvísi að þessu en nú til dags.
Núna er reynt að kaffæra alla grasrót, en þá var reynt að láta
allt gras snúa sem mest upp. Ur þessu urðu ágætis sléttur. Þær
greru sjálfar og voru orðnar að úrvalstúni að ári liðnu.
Eg hafði heldur aldrei séð það fyrr við samantekningu á heyi,
að flekkjunum var rakað saman í garða með hrífum og stund-
um með rakstrarvél. Svo var ýtt saman með ýtu, sem tveir hest-
ar gengu fyrir hvor sínum megin við garðann. Síðan þurfti lítið
að laga þá bólstra, sem þannig urðu til, þannig að þeir verðu sig
vel.
Heyið var bundið á Reynistað fyrstu tvö árin, sem ég var þar
eins og á öðrum bæjum, en flutt heim á fjögurra hjóla vögn-
um, sem tóku sex hesta af heyi, en tveir hestar drógu. Arið
1925 var farið að flytja heyið laust á vögnunum, og það var
löngu áður en það var tekið upp á öðrum bæjum þar um slóðir.
Það var hlegið að þessu fyrst og því fundið allt til foráttu.
Hvernig var þá hægt að vita, hvað heyið væri mikið og þar
fram eftir götunum. Vagnarnir voru svo líka notaðir til kaup-
staðarferða á Sauðárkrók.
Jón á Reynistað var orðinn alþingismaður, þegar ég kom til
hans. Hann varð þingmaður árið 1919- Mér kom hann fyrir
sjónir sem ákaflega ákveðinn maður og gat verið þungur fyrir,
ef hann vildi það við hafa. Hann var afar hjálpsamur sveitung-
um sínum, og Reynistaður var miðstöð sveitarinnar. I öllum
félagsmálum var hann í fararbroddi. Fyrstu árin mín á Reyni-
stað var fræðimennska hans ekki áberandi, en fljótlega upp úr
því fór hún mjög vaxandi. Þegar hann var á þingi, til dæmis,
þá var mér sagt, að hann hafi verið skríðandi um háaloft á
Þjóðskjalasafninu að leita að einu og öðru, þegar aðrir þing-
menn sátu veizlur. Bindindismaður var hann þó ekki, en ég sá
hann aldrei undir áhrifum áfengis. Hann átti líka mikinn þátt
í að koma upp byggðasafninu í Glaumbæ, stóð að stofnun Sögu-
félags Skagfirðinga og átti sinn þátt í Safnahúsinu á Sauðár-
króki.
18