Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 175
TRÉKIRKJUTÍMI HINN SÍÐARI f GOÐDÖLUM
klukkuna hina stærri, sem er 39 cm í þvermál. Hún er mjög
gömul. Sögn er um það, er síra Jón Steingrímsson, eldklerkur-
inn frá Þverá í Blönduhlíð, hafði eftir afasystur sinni, Guðnýju
Stefánsdóttur frá Silfrastöðum, er fædd hefur verið um 1650-
60, að klukkan væri áður í Hofskirkju í Vesturdal, þangað kom-
in löngu fyrr frá Hraunþúfuklaustri. Engin líkindi eru raunar
til, að í Klaustrum væri helgisetur að fornu, en stórbæjarlegt
mun þar verið hafa, sem kallað er, og gróf Daníel Bruun í tóft-
irnar þar fram frá 1897 og fann grunn sjö húsa í bæjarþorpinu
og eitt að líkindum verið bænhús. Hefur síra Jón eftir gömlu
konunni, að á klukku, sem fundizt hafi í Klaustrum, væri letr-
að: Vox mea est bamba, possum depellere Satan, þ.e. Rödd mín
er bamba, ég get burt rekið Satan. í katólsku er trú og enn
þjóðtrú vor, að klukknahljómur flæmi óhreint hyski burt, og
með vísu mun rétt vera um hinn forna, helga kopar frá Klaustr-
um. En færð hefur Hofsklukka verið til Goðdala, þegar kirkjan
á Hofi var aflögð 1765. Guðný ólst upp í grannsveit laust eftir
miðja 17. öld, en síra Jón skrifar sögu sína á ævikvöldi. Hann
lézt 1791 og hefur rakið þetta minni til enda síns tíma.
Hin klukkan í Goðdölum er steypt hjá Ritzmann í Kaup-
mannahöfn 1820, nokkru minni en forngripurinn, samt hljóm-
góð, en klukkur frá Ritzmann margar hér á landi og voru eftir-
sóktar.
Þá er altarisklæðið dýrgripur og saumað gylltum þræði til
skrauts á rautt flauel 1763, nýlega viðgert á Þjóðminjasafni. Þó
að Matthías Þórðarson fengi ágirnd á klæðinu 1910, þegar
hann skoðaði og skráði kirkjumunina í Goðdölum, var það ekki
látið laust. Hættan er nú liðin hjá, því að svo mikill fjöldi
fornra og merkra altarisklæða er á Þjóðminjsafni, að ekki er
unnt að hafa þau uppi við, nema að hluta. Á Goðdalaklæðið
eru saumuð orðin: Drottens heilagt altari er, ekkert óhreint sjest
hér. Prýtt er það lilju, hinni fornkirkjulegu ímynd hreinleika
og sakleysis, tákni Maríu guðsmóður, lárviðarsveig og konungs-
kórónu. Var mikill siður, að fangamark gefanda slíkra kirkju-
173