Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 170
SKAGFIRÐINGABÓK
aldrei greitt álag, sem var sama upphæð, á Viðvíkurkirkju.
Með beiðninni sendir síra Jón Hallsson úttektargerð sína á
hinni nýju Goðdalakirkju, er síra Zóphonías hafði látið byggja.
Segir hann bygginguna svo vel af hendi leysta, að velnefndur
prestur sé ekki einungis þakklætis heldur jafnvel launa verður
fyrir alla sína frammistöðu. Og þar eð Goðdalakirkjan nýja eigi
nú, ári síðar en hún var byggð, 420 kr. í sjóði, stingur síra Jón
prófastur upp á því, að síra Zóphonías fái 100 kr. af innistæðu-
fé kirkjunnar í þóknunarskyni, með því að hann hafi keypt er-
lendis margt til hennar með lágu verði. Gæti þetta orðið, segir
hann, öðrum prestum upphvatning til að gera vel. Arið 1888,
þegar Magnús Jónsson í Gilhaga vill fá organistalaun frá Goð-
dalakirkju, 20—30 kr. um árið, kemur fram, að hreinar árstekj-
ur kirkjunnar séu um 100 kr. En hitt tekur prófastur ekki
undir, að kirkjuvegur organistans í Gilhaga sé svo langur né
„Svartá neitt voða vatnsfall þarna fram frá“. Má þó minnast
þess, að kona Magnúsar í Gilhaga, Helga Indriðadóttir ljós-
móðir, drukknaði í Svartá á mildum vordegi 1905 á skyldugri
vitjunarferð.
Goðdalasókn virðist hafa verið býsna fjársterk á árum síra
Zóphoníasar, því að í kirknaskrá, sem til er úr Skagafirði 1883,
á kirkjan í sjóði ríflega 3.000 kr., en lýst svo, að sé sterkbyggt
og innanþiljað torfhús með timburgöflum og í allgóðu standi.
Á annexíunni í Austurdal var hins vegar „lítilfjörlegt torf-
hús, alþiljað, timburstafnar." Nýlega hafði þá margt verið keypt
til Ábæjarkirkju, en hún var áður allslaus að brúkanlegum
áhöldum. Samkvæmt skrá frá 1881 eru í héraðinu 12 trékirkj-
ur, en 13 torfkirkjuhús, öll byggð innan og með timburstafni
og gafli, en dómkirkjan á Hólum hið eina steinhús. - Hinum
aðkreppandi níunda áratug síðar voru í Skagafirði liðlega 4000
manns; Hofssókn á Höfðaströnd fjölmennust, 304, í Mælifells-
prestakalli voru þá 274 og í Goðdalaprestakalli 225.
Árið 1892 voru organistalaun Magnúsar lækkuð í 15 kr., enda
fyrirséður kostnaður vegna leka, sem gætti með turninum.
168
I