Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
leidd fyrir réttinn: Gísli Gíslason í Vallholti, Þorlákur Skúla-
son á Seylu, Jón Þorláksson á Seylu, Jón Jónsson á Grófargili,
Sigurður Stefánsson í Holtskoti, Þórdís Hallsdóttir „þar ver-
andi“, Ingunn Hallsdóttir á Seylu og Þorleifur Jónsson í Torf-
garði.37 Auk þess „produceraði æruverðugur Síra Grímólfur 111-
ugason sinn eiðsvarna vitnisburð um Geldingaholts ásigkomu-
lag“, og „Monsjör Þorlákur Skúlason vitnar allt hið sama og
presturinn Síra Grímólfur vitnað hefir skriflega".38 Því næst er
vitnið Jón Jónsson yfirheyrt og segir að þeir Ólafur Jónsson
hafi farið að Geldingaholti laugardaginn í 10. viku sumars og
farið fram á að fá „við þann umþráttaða og hurð sem og um-
deilt var“ en Ólafur Björnsson hafi viljað „með handtökum
honum úr smiðjunni út þoka vegna þess alleina að Ólafur
Jónsson krafðist þess viðar sem þar eftir átti“. Aðra för fór
Ólafur smiður að Holti þá um sumarið með Þorleifi Jónssyni í
Torfgarði og fékk þá nokkuð af við sínum. Sigurður Stefánsson
vitnar að hann hafi verið í Holti 10. maí og séð „að Ólafur
Jónsson hafi verið af Ólafi Björnssyni steyttur út af eður að
dyrunum, með þeim orðum að vildi ei Ólafur vera skikkanleg-
ur skyldi hann burt.“ Enn fremur vitnar Sigurður „að Þorgerð-
ur Ormsdóttir hafi sýnt sér fingur sinn bólginn og hafi hún
kennt það Helgu Sigurðardóttur", konu Ólafs Björnssonar, „en
ei segist vitnið séð hafa þeirra viðskipti". Þórdís Hallsdóttir
lýsir og bólgnum fingri smiðskonunnar og bætir við að Þor-
37 Lýsingin á byggðarsögu Torfgarðs í Jarða- og búendatali t Skagafjarðarsýslu II
(Rvík 1952), bls. 14, er því ekki alveg nákvæm (þar segir að Torfgarður hafi
verið í eyði 1735 og 1762, „en hefir byggzt aftur á góðæristímabilinu fyrir
móðuharðindin").
38 Séra Grímólfur var prestur í Glaumbæ 1727—83, sbr. þátt hans í íslenzkum
œviskrám II (Rvík 1949), bls. 96-97. Þorlákur Skúlason bjó á Litlu-Seylu
1762 en átti Seylu alla. Hann var sonur Skúla Ólafssonar lögréttumanns á
Seylu og Halldóru konu hans, Halldórsdóttur lögréttumanns og annálsritara
á Seylu, Þorbergssonar (sjá t.d. Lögréttumannatal, bls. 482-483 og Jarða- og
búendatal iSkagafjarðarsýslu II, bls. 15).
56