Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 75
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
Ásmundsdóttir, Einarssonar".73 Engin grein er þó gerð fyrir
þessu fólki og ágiskunin engum rökum studd, enda er næsta
víst að hún er tilhæfulaus með öllu. Þær persónur sem þarna
mun vera átt við hljóta að vera Sveinn bóndi í Nýlendi á
Höfðaströnd 1709, f- um 1672, Gunnarsson bónda í Nýlendi
1703, Sveinssonar, og Ingiríður heimasæta í Enni á Höfða-
strönd 1703, f. um 1684, Ásmundsdóttir lögréttumanns í Enni,
Einarssonar.74Ekkert bendir til þess að þau Sveinn og Ingiríður
hafi verið hjón eða átt börn saman og tímans vegna getur
Ingiríður ekki hafa verið móðir Ásmundar, því að hann var sem
fyrr segir fæddur um 1686 en hún um 1684. Ekki fengi ágiskun-
in í Róðhðlsœtt heldur staðist þótt gert væri ráð fyrir að Ás-
mundur í Málmey hafi verið annar og yngri maður en sá sem
er 17 ára umhleypingur í Ytra-Dalsgerði 1703. Hann ætti þá
að hafa fæðst 1703 eða síðar, en er þó þingvottur og því kom-
inn í röð gildra bænda árið 1724. Þar að auki var Árni bróðir
hans fæddur um 1693, eins og áður greinir.
í Ættatölubókum Espólíns (5596) er þess getið að Ásmund-
ur í Málmey hafi átt „Guðrúnu úr Fljótum", sem fyrr átti Kon-
ráð bónda í Bæ á Höfðaströnd, f. um 1672, Rafnsson bónda á
Dalabæ á Ulfsdölum, Guðmundssonar.75 Böm Guðrúnar og Kon-
ráðs voru þessi þrjú: Kristín, f. um 1711, d. 13. september 1791,
kona Jóns Þorleifssonar kirkjuprests á Hólum og síðar sóknar-
prests í Múla í Aðaldal. Jón ríki, f. um 1715, d. 1802, bóndi í
Gröf á Höfðaströnd og víðar. Solveig, „aumingi".76
73 Róðhólsœtt (Rvík 1994), bls. 9.
74 Sjá Manntal á íslanái 1703 (Rvík 1924—1947), bls. 304\Jarða- og búendatal
íSkagafjarðarsýslu IV, bls. 6; Lögréttumannatal, bls. 33; Espólín, 5112.
75 í riti Sigurjóns Sigtryggssonar: Frá Hvanndölum til Úlfsdala III, (Rvík 1986),
bls. 732—733, er Rafn þess‘ talinn hafa verið sami maður og Rafn formaður
á Úlfsdölum, sem drukknaði 1636 (sbr. Anndla 1400-1800 I, bls. 245).
Um föðurnafn Rafns formanns er þó ekki vitað og tímans vegna er auðsætt
að hann hlýtur að hafa verið annar maður en Rafn faðir Konráðs.
76 Espólín, 5596-97; íslenzkar œviskrár III, bls. 318\Jarða- og búendatal íSkaga-
fjarðarsýslu IV, bls. 7, 9, 46, 53 og 119.
73