Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 114
SKAGFIRÐINGABÓK
<
Til gamans má geta þess, að stungið var einnig í svokallaðan
Blákápugarð, bæði ofan við Kvíhól og neðan við Helgustaði.
Þessi garður var hlaðinn á landamerkjum Holtstorfunnar og
Saurbæjar og náði frá Fljótaá upp í kletta Holtshyrnu. (Sjá nán-
ar greinina Tveir garðar fornir í Fljótum, eftir Pál Sigurðsson
frá Lundi, í bókinni Fólk og fróðleikur). I byggingarefni garðs-
ins, torfi og hnausum, voru sambærileg merki ösku frá Heklu
1104 eins og í túngarðinum á Ríp. Því má ætla, að Blákápu-
garður sé hlaðinn á fyrri hluta 12. aldar. Ekki komum við auga
á ösku úr Heklu 1300, og því má ætla, að Blákápugarði hafi
lítt eða ekki verið haldið við eftir árið 1300.
I Holti eru nú engin ummerki sjáanleg af húsakosti mið-
alda. Þó er líklegt, að kirkja hafi verið reist þar tiltölulega
snemma. I Holti býr goðorðsmaður Fljótamanna á seinni hluta
12. aldar, Jón Ketilsson prestur. Þar var frá alda öðli þingstað-
ur Fljótamanna. Sjá meira um þetta í Skagfirzkum frœðum IV-V,
Heim að Hólum, bls. 119.
Örnefni
Engin örnefni eru þekkt á Holtstorfunni, sem minna á Bárð
Suðureying, Hall Mjódæling eða athafnir þeirra, hvorki til verk-
legra framkvæmda eða annarra hluta þeim viðkomandi. Það er
aðeins munnmælasagan sem lifir. Ef þeim möguleika er haldið
opnum, að Bárður hafi reist bústað til bráðabirgða á meðan verið
var að kanna landnámið, finna besta bæjarstæðið, ryðja skóg og
reisa varanleg híbýli, gæti það hafa verið á Ríp. Bæjarnafnið
hlýtur þó alltaf að hafa verið Holt. Fjallið Holtshyrna, sunnan
og ofan við Holt, hlýtur að hafa verið með því fyrsta, sem nafn
fékk eftir landnámið og ekki út f bláinn að ætla, að nafnið sé
beint af bæjarheitinu dregið. Það hversu búskapur hefst snemma
á Ríp getur hugsanlega tengst leifum eða tóftum bráðabirgða-
húsnæðis frumbyggjans ásamt möguleika á stóru heimatúni
(töðuvelli) á mælikvarða miðalda.
112