Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 44
SKAGFIRÐINGABÓK
þreyttu aðeins átta konur ljósmæðrapróf. Á þessum árum urðu
að vísu móðuharðindi og vesöld í landi en það er þó ekki ein-
hlít skýring því að næstu nítján árin þar á eftir, 1799-1817,
eignuðust Islendingar aðeins sex lærðar ljósmæður.2
Á því árabili sem hér um ræðir voru starfandi lærðar ljós-
mæður í landinu flestar samtímis árin 1791-1792, alls 19, eft-
ir því sem lesið verður úr æviskrám í Ljósmœðrum á íslandi.
Þessi tala fór síðan smálækkandi, var 14 aldamótaárið 1800, 8
árið 1813 og varð lægst 5 árin 1818 og 1821. Stétt lærðra ljós-
mæðra var því nauðafámenn á þessum árum, og var það raunar
eitt af því sem rann Jörgen Jörgensen til rifja og hann reyndi
að bæta úr á hundadögum 1809-3 Eins og tölurnar sem nú
voru nefndar sýna bar þessi umbótaviðleitni hundadagakóngs-
ins engan árangur.
Hinn 30. október 1779, tæpum tveimur mánuðum eftir að
Bjarni Pálsson burtkallaðist, átti sér stað merkisviðburður í
Skagafirði. Eina konan sem Jón Pétursson fjórðungslæknir exa-
míneraði í ljósmóðurfræðum er stödd í Viðvík og þreytir próf.
Áður hefur Jón vafalítið eftir kringumstæðum talað nokkrum
sinnum við hana um ýmislegt sem að getnaði og meðgöngu
lýtur, svo sem „structuram partium, conceptionem, gestationem,
breytingar móður og fósturs etc.“, til þess að hún undirbúist
og „því síður þurfi að einurðarleysast, þegar til hlutanna kem-
ur“.4 Þetta var 24. ljósmæðraprófið sem þreytt var í landinu.
Að fyrirlagi hins burtkallaða landlæknis skal prófið fara fram í
viðurvist sóknarprests og prófasts.5 Viðvíkursókn var á þessum
árum gegnt af Rípurpresti.6 í stofunni í Viðvík þennan haust-
dag eru því vafalaust einnig staddir séra Snorri Björnsson á Ríp
2 Sbr. Ljósmadur áíslandi II (Rvík 1984), bls. 325-327.
3 Helgi P. Briem: Sjálfstœdi íslands 1809 (Rvík 1936), bls. 400—401.
4 Ur bréfi Bjarna Pálssonar landlæknis, dags. 17. mars 1768, til Hallgríms
Bachmanns fjórðungslæknis á Staðarfelli, sbr. Ljósmaöur á íslandi II, bls. 24.
5 Ljósmaöurdíslandi II, bls. 24.
6 Jaröa- og búendatal t Skagafjaröarsýslu III (Rvík 1956), bls. 83.
42