Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 13
STEFÁN MAGNÚSSON BÓKBINDARI
Fyrsta bygging úr steinsteypu í nágrenni mínu voru fjárhús á
Frostastöðum hjá Magnúsi, föður Gísla í Eyhildarholti. Þau
hafa staðið fram á þennan dag og standa jafnvel enn.
Dagurinn, sem foreldrar mínir flytja frá Torfmýri haustið
1918, er mér mjög minnisstæður. Bæði er það minnisstætt, að
þau voru að flytja, og svo það, að sama kvöldið fór Katla að
gjósa. Það sást greinilega hingað norður. Allt suðurloftið var
eitt eldhaf, og dynkirnir og skruðningarnir heyrðust vel. Það
hélt svo áfram marga daga, en mestur eldur sást fyrsta kvöldið.
Fólk áttaði sig strax á því, að hér var eldgos á ferðinni, en ekki
hvar það væri.
Mér er líka frostaveturinn 1918 minnisstæður. Þá var ég 12
ára. Það fraus allt, sem frosið gat, en þó var held ég ekki eins
kalt hjá okkur og á stórbæjunum í kring þar sem illa einangr-
uð þil voru á útveggjum. Torfið einangraði betur. Mér er eitt
atvik afar minnisstætt frá þessum vetri. Það var til olíulampi á
heimilinu, og hann hékk í baðstofunni. Eitt kvöldið var olxu-
laust, og til þess að hafa einhverja týru um kvöldið, þá var látið
vatn á lampann til að lyfta olíunni á botninum, en kveikurinn
náði ekki alveg til botns. Svo var fengin olía að láni næsta dag,
en þá var gaddfrosið á lampanum. Svo var reynt að byrgja öll
op. Það var enginn opnanlegur gluggi, en á baðstofunni voru
strompar. Eg man eftir því, að stundum, þegar við höfðum set-
ið á löngum kvöldvökum í skammdeginu í baðstofúnni, þá fór
ljósið að dofna. Það bara vantaði súrefni. Þegar svo opnað var
fram í göngin, þá glaðnaði ljósið um leið. Þetta væri sennilega
talið heilsuspillandi húsnæði núna, en einhvern veginn náðum
við háum aldri systkinin og foreldrar mínir líka.
II
Móðir mín kenndi mér fyrst að lesa, en ég er líka ekki frá því,
að Hannes, bróðir minn, sem seinna varð kennari og skóla-
stjóri, hafx fyrst æft sig á mér. Heima var til bók, sem kölluð
11