Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
Nú verður að taka það fram til skýringar, að í Hegranesi er
landslagi þannig háttað, að þar eru víða vötn, fremur lítil, og
liggja þau frá norðri til suðurs, og eru víða ásar meðfram þeim
með lyngmóum eða melum. Sums staðar eru þar og klettabrílc-
ur, er liggja út og suður. Milli þessara mishæða eru svo flóar
eða mýrasund. Syðsta vatnið í Hegranesi heitir Hendilkots-
vatn, skammt austan við bæ, sem Keldudalur heitir. Vestan að
vatni þessu liggur melás einn lágur, frá norðri til suðurs.
Það var nú þetta vor, eða næsta eftir sauðahvarfið, að Gísli
fór austur í Múlasýslur með hesta til sölu, þegar góður gróður
var kominn og hross farin að taka vorbata. Gekk honum vel
ferðin og hafði selt öll hrossin nokkru fyrir fráfærur og sneri
við það heimleiðis. Bóndi einn á Fljótsdalshéraði var sérstak-
lega góður vinur Gísla, og gisti hann jafnan hjá þessum bónda
á ferðum sínum. Svo var og í þetta skipti. Sagði Gísli þá bónda
þessum frá hvarfi sauða sinna og spurði, hvort hann vissi nokk-
ur ráð til að vita, hvað af þeim hefði orðið. Bóndi kvað nei við
því, en sagðist þó eiga kunningja, er væri bóndi á bæ einum
uppi á Jökuldalsheiði. Sagði bóndi, að reynandi væri fyrir Gísla
að koma við á bæ þessum, er hann færi yfir Jökuldalsheiði, og
bera bóndanum þar kveðju sína og vita, hvort hann gæti nokk-
uð komizt eftir, hvað orðið hefði af sauðunum. Gísli hélt síðan
áfram ferð sinni og kom síðla dags á bæ þann á Jökuldalsheið-
inni, er vinur hans hafði vísað honum til, og hitti bóndann þar
heima. Beiddist hann gistingar þar og var það auðsótt, er hann
hafði borið bónda kveðju vinar síns. Þegar Gísli hafði setið inni
um stund, færði hann sauðahvarfið í tal við bónda og spurði,
hvort hann gæti nokkuð grennslazt eftir því fyrir sig hvað orð-
ið hefði af sauðunum.
Bóndi þagnaði við um hrfð og horfði á Gísla, en sagði síðan:
„Hvorki þekki ég menn eða neina staðhætti þar vestra, og er
þess því engin von, að ég geti neitt sagt þér um hvað af sauð-
um þínum hefur orðið." En þar sem Gísla var það allmikið
kappsmál að vita hvað um sauðina varð, þá ól hann enn á þessu
36