Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 65
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
í Leyningi í Eyjafirði, „góð yfirsetukona", að sögn Espólíns (6564).
Um ætterni hennar segir það eitt í ljósmæðratali að faðir henn-
ar hafi verið Ólafur bóndi í Kálfárdal en móðir ókunn og ekki
er þess þar heldur getið að þær Guðrún voru systur.50 I sömu
heimild segir og: „Guðríður nam ekki ljósmóðurfræði svo kunn-
ugt sé; gegndi ljósmóðurstörfúm í Eyjafjarðarsýslu, einkum
Saurbæjarhreppi um langt skeið; naut launa 1805-1824.“51 Guð-
ríður hefði þó naumast notið launa úr konungsfjárhirslu lengur
en flestar lærðar ljósmæður hefði hún verið próflaus. I handriti
sínu að Ábúendataii úr Inn-Eyjafjarðarsýslu (bls. 1025) segir
Stefán Aðalsteinsson enda að Guðríður hafi verið lærð yfirsetu-
kona, „skikkanleg og skynsöm, siðprúð og drífandi", en getur
ekki um heimild sína. Hún átti Ólaf bónda í Melgerði í Eyja-
firði, Björnsson bónda á Garðsá í Kaupangssveit, Helgasonar.
Börn þeirra sem á legg komust voru þessi þrjú: Sigurður bóndi
í Melgerði og víðar, Helga og Þorgerður. Þorgerður átti Jónas
meðhjálpara á Rúgsstöðum í Eyjafirði, Jónsson bónda í Hleið-
argarði í Eyjafirði, Árnasonar, og eftir lát hennar gekk hann að
eiga Helgu systur hennar.52
Espólín (6564) segir reyndar að Guðríður hafi verið „gift
Árna í Yxnadal í Bægisársókn" en því verður ekki fundinn
staður í öðrum heimildum. Þegar hún giftist Ólafi Björnssyni,
þann 29- september 1788, er tekið fram að þau séu „hann í
annað, hún í fýrsta sinn gift“.53 Líklegast er að Espólín rugli
Guðríði saman við einhverja aðra konu því að hann getur ekki
um hjónaband hennar og Ólafs.
Ingunn Ólafsdóttir, ógift og barnlaus að sögn Espólíns (6564).
Sveinn Ólafsson, ókvæntur og barnlaus (sama heimild).
50 Sjá Ljósmœður áíslandi I, bls. 163.
51 Hér er leyst upp úr skammstöfúnum í texta ljósmæðratalsins.
52 Um Jón Árnason í Hleiðargarði er skemmtilegur þáttur í Heimdraga I (Rvík
1964), bls. 92-96.
53 Prestsþjónustubók Saurbæjar í Eyjafirði 1785-1815.
63