Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 95
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Á BJARNASTÖÐUM
Eins og í öðrum fjölmennum ættum eru ýmsir kunnir menn
í þessari Bjarnastaðaætt, þar á meðal Friðrik Bergmann prestur
í Norður-Dakota og kennari og rithöfundur í Winnipeg, Eirík-
ur Bergmann, fyrsti íslenski ríkisþingmaðurinn í Norður-
Dakota, Hjálmar sonur hans, yfirréttardómari í Winnipeg, Daníel
Jakob Laxdal héraðslögmaður og bæjarstjóri í Cavalier í Norð-
ur-Dakota, Ágúst Blöndal læknir og listmálari í Winnipeg,
Ingibjörg Ólafsson aðalframkvæmdastjóri KFUK á Norður-
löndum, Hallgrímur Thorlacius prestur í Glaumbæ, Kristinn
Stefánsson áfengisvarnaráðunautur og fríkirkjuprestur í Hafn-
arfirði, Freymóður Jóhannsson listmálari og lagasmiður („Tólfti
september"), Haraldur Hjálmarsson frá Kambi, Ásmundur Ei-
ríksson forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins, Guðmundur Þor-
láksson náttúrufræðingur, Guðrún skáldkona frá Lundi, Er-
lingur Gíslason leikari, Guðrún Halldórsdóttir forstöðukona
og fyrrverandi alþingismaður, Sæunn Axelsdóttir útgerðarmað-
ur á Ólafsfirði, Björn Arnórsson hagfræðingur, Hrafnhildur
Ragnarsdóttir prófessor, Guðrún Marteinsdóttir dósent, Baldur
Sigurðsson lektor, Gísli Sigurðsson miðaldafræðingur og Jó-
hanna Bogadóttir myndlistarmaður. En sérstæðust er ættin þó
vegna þess mikla fjölda af ljósmæðrum og hjúkrunarfræðing-
um sem hún hefur getið af sér.
Ráðskona og maddama
Nítjánda öldin heilsaði með harðindum og nú dró brátt til tíð-
inda. Danir þvældust inn í Napóleonsófriðinn, Englendingar
hertóku flota þeirra 1807 og siglingar til Islands urðu stopular
og afar örðugar til 1814. Veldi Stefánunga stóð hvað hæst á
þessum árum ef frá er talið skammvinnt konungsveldi Jörgens
Jörgensens sumarið 1809- Styrjöld og verðbólga léku þegna
Danakonungs grátt, 1814 varð þjóðargjaldþrot og Danir máttu
láta Noreg af hendi við Svía. En þrátt fyrir harðindi og umbrot
93