Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 72
SKAGFIRÐINGABÓK
ardóttir, bróðurdóttir hans.66 Eftir þetta hverfur Jón sjónum
okkar og er að öllum líkindum dáinn íyrir 1782 því að þá er
Signý kona hans talin fyrir búi á Þönglaskála. Konur bjuggu
sjaldnast lengi eftir lát manna sinna svo að líklegt má telja að
Jón hafi lifað fram undir eða fram um 1780. Signý bjó á Þöngla-
skála til 1784 en eftir það er ekkert um hana vitað og er því
sennilegast að hún hafi orðið örbjarga og sálast í móðuharðind-
unum.
I manntalinu 1762 kemur fram að þá eru heimilismenn á
Þönglaskála sex talsins, Jón, kona hans, níu ára drengur og
þrjár telpur, sjö, sex og fimm ára. Ekki er unnt að slá því föstu
að þetta hafi verið börn þeirra Jóns og Signýjar, þótt það sé lík-
legast. Ekki er heldur neitt um það vitað hvað af þessum börn-
um varð en vel mega einhver þeirra hafa komist til fullorðins-
ára og eignast afkomendur, þeir eru ekki svo fáir ættleggirnir
sem á 18. öld enda á „Jónsson" eða „Jónsdóttir". Börn Jóns méð
vissu og sennilega Signýjar voru Jón, f. um 1759, og Guðrún,
f. um 1763. Af aldri Jóns yngra má ráða að hann var ekki á
Þönglaskála 1762 og hefur honum því verið komið í fóstur.67
66 Skiptabók Skagafjarðarsýslu 1744—1786. Aðrar heimildir um Jón Ásmunds-
son sem hér er stuðst við eru þessar: Ætt Sveins í Fnjóskadal, óprentaður
þáttur eftir Guðmund Sigurð Jóhannsson\Jarda- og búendatal íSkagafjaröar-
sýslu IV (Rvík 1959); Pétur Zophoníasson: Ættir Skagfirðinga (Rvík 1914),
bls. 36; Manntal 1762; Dóma- og þingbók Skagafjarðarsýslu 1753—1761;
Bændatal í Hofs- og Miklabæjarsóknum 1769 í uppskrift Stefáns Jónssonar
á Höskuldsstöðum, HSk. 103 4to; óprentuð ættfræðihandrit Péturs Zoph-
oníassonar. Mest stoð var í þætti Guðmundar Sigurðar, þar sem allt hið helsta
sem vitað er um Jón og nánustu ættmenn hans er dregið saman í einn stað.
67 Erlendur Jónsson bóndi f Hólakoti og á Vatni á Höfðaströnd (d. 25. ágúst
1820), sem frá er komið geysimargt manna, er oft talinn sonur Jóns Ás-
mundssonar. Eins og Guðmundur Sigurður Jóhannsson hefúr bent á er
óyggjandi heimild fyrir því að hann var sonur Jóns Grímólfssonar bónda á
Þönglaskála og konu hans Hildar Eiríksdóttur (sjá Skagfirzkar ceviskrár
1850-1890 III, bls. 226-227, og V, bls. 161). Jón þessi og Hildur bjuggu á
Þönglaskála 1784—1810, næst á eftir Signýju Jónskonu Ásmundssonar.
70