Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 87
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Á BJARNASTÖÐUM
Móðir Kristínar er nú með öllu ókunn en hefur sennilega verið
vinnukona á Bakka.97
Þorkell Ólafsson var fæddur um 1727 en dó seinni hluta árs
1803 á Sviðningi í Kolbeinsdal. Hann bjó á Bakka 1762 og
enn 1769, en síðar m.a. í Brekkukoti í Hjaltadal 1782—86,
Skriðulandi í Kolbeinsdal 1790-93 og Sviðningi frá 1793 til
dauðadags. Hann átti fyrr Björgu Sveinsdóttur prests í Goðdöl-
um, Pálssonar, en síðar Guðrúnu nokkra Jónsdóttur. Samfeðra
hálfsystkini Kristínar voru fimm, þar á meðal Ólafur smiður og
skáld í Háagerði á Höfðaströnd og Guðrún sem fýrr átti Þor-
stein Pálsson bónda á Reykjum í Hjaltadal og Hofstöðum í Hof-
staðaplássi en síðar Björn ILlugason (Mála-Björn hinn ríka).98
Ólafur Jónsson bryti (um 1693-1759) var náfrændi og fylgd-
armaður Steins biskups Jónssonar, „gildlegur maður, lét og all-
mikið af sér“, einnig „mikill fyrir sér og svakasamur, og með
því að oft var öl við haft, var hann oft í ryskingum".99 Kona
97 Espólín (6564) telur Kristínu að vísu á meðal barna Guðrúnar Ólafsdóttur
og Jóns Pálssonar á Bjarnastöðum. „Kristín, átti Ásmund á Bjarnastöðum,
p. 2108 difF', stendur þar í upptalningu á börnum þeirra Guðrúnar og Jóns.
Þetta nær auðsæilega engri átt og stangast enda á við kirkjubókarfærsluna
um skírn Kristínar og sögn Espólíns sjálfs á hinni tilvitnuðu blaðsíðu, nr.
2108, þar sem hann segir Kristínu réttilega hafa verið laundóttur Þorkels
Ólafssonar. Það verður því að ætla að þetta sé misritun Espólíns en hann
hafi ekki áttað sig á því fyrr en síðar og þá bætt við „p. 2108 difT, sem ber
þá að útleggja „þetta er öfugt, það er Ásmundur en ekki Kristín sem er barn
Guðrúnar og Jóns, sbr. bls. 2108“. Espólín hefur því ranglega talið Jón
Pálsson vera föður Ásmundar.
98 Sjá þátt Kolbeins Kristinssonar um Mála-Björn í Skagfirðingabók 4, bls.
18-52, og þátt Ólafs í Skagfirzkum œviskrám 1850-1890 VI, bls. 257-262. f
Svarfckelingum II, bls. 135, er Þorgerður Þorkelsdóttir, kona Eyjólfs Guð-
mundssonar bónda á Hrafnsstöðum í Hjaltadal, ranglega talin dóttir Þor-
kels Ólafssonar á Sviðningi. Hún fæddist í Hornhúsum í Fnjóskadal í nóv-
ember 1775 (skírð 27. nóvember) og var niðurseta á Vöglum í Fnjóskadal
1785 (Prestsverkabók séra Gunnlaugs Gunnlaugssonar 1773—1794, bls. 3;
sjá einnig Skagftrzkar œvtskrár 1850-1890 III, bls. 132).
99 Saga frá Skagfirðingum I, bls. 46 og 56. Þar segir að Ólafur hafi verið systr-
85