Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 23
MÚLAÞING
21
það væri hægt að nefna marga fleiri. Af þessu framansagða er hægt að
sjá, hve stórkostlega beituleysið hefur staðið fiskveiðunum fyrir þrif-
um.“ — Hann kveður enn fastara að orði síðar í frásögninni: „Þegar ég
kom upp aftur frá Ameríku, var bæði bátaútvegurinn og jafnvel
þilskipaveiðarnar, þar sem þær voru, að gefast upp. En þá komu
íshúsin og þá fór að lifna yfir öllu aftur.“
Ishús. Frosthús. Frystihús
ísak notar í frásögn sinni langoftast íshúsheitið. Frosthús kemur fyrir
og þó oftar frystihús. Einnig er talað um frystiklefa.
Frosthúsnafnið mun hafa verið algengast í Mjóafirði. Þar var stofnað
/rosíhúsfélag og skák í túninu á Brekku ofan við Frosthúsið (á rnilli
tveggja lækja) heitir Frosthústunga.
Isak segir, að áður en frosthúsin komu til sögunnar hafi menn reynt
að ísa síldina, en það hafi gefist illa.
1 endurminningum Ásmundar Helgasonar á Bjargi í bókinni ,,Á sjó
og landi“ segir einnig frá slíkum kuldageymslum. Segir hann, að í
sumum verstöðvum hafi menn safnað ís til að kæla beituna. Var þetta
m.a. gert í SELEY. Þar var örðugt um ístak. Segir frá ótrúlegum
hrakningum fjögurra manna, sem fóru í Seley snemma vors eða síðla
vetrar, þeirra erinda og lentu í hafís á heimleið.
Menn tóku hugmyndinni um íshúsin með mikilli tortryggni. ísak
byrjar kynningarstarf sitt með bréfaskriftum vestan urn haf:
,,Það var strax fyrsta haustið (1888) er ég var í Nýja íslandi, að ég
skrifaði Hjálmari föðurbróður mínum á Brekku um þessa uppgötvun
mína og lýsti eftir því, er ég hafði vit á, hvaða þýðingu þetta gæti haft
fyrir fiskiveiðar heima á íslandi. En ég fékk ekkert svar upp á þetta
bréf mitt. Ég gafst samt ekki upp. Ég skrifaði fleiri atkvæðamönnum á
Austurlandi, en allt fór á sömu leið. Þarna kom fram gamla tortryggnin
frá íslendingum, ótrúin á öllum nýbreytingum. Sé það eitthvað, sem
kostar peninga en sem þeir ekki skilja, þá er vaninn að sinna því ekki.
Ég hef nokkrum sinnum heyrt menn tala hér um ,,amerískt humbug,“
þegar einhver hefur talað um að svona hafi þetta eða hitt verið haft þar
og sama gæti einnig orðið að liði hér. — Þegar ég var orðinn úrkula
vonar um, að nokkur vildi sinna íshúshugmyndinni á Austurlandi, fór
ég að skrifa Tryggva Gunnarssyni um nauðsynina á því, að íshús
kæmust í gang heima. Sá varð þó árangurinn af þessu, að sumarið 1894
setti Tryggvi út Sigurð Jóhannesson í Winnipeg til að fá 2 menn frá