Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 44
42
MÚLAÞING
,,Verkamaður hússins“ segir frá störfum
Nú verður gerð tilraun að lýsa nákvæmlega störíúnum við gömlu
frosthúsin. Stend ég vel að vígi að því leyti að ég tók þátt í þeim störfum
öllum.
Eftir að Frosthúsfélag Mjóafjarðar var lagt niður upp úr 1925 var
stofnað nýtt hlutafélag, h.f. Jaki, Mjóafirði eins og áður er að vikið. Og
eftir að hresst hafði verið upp á húsið var það rekið enn um hríð. Má
segja að ég hafi þá verið „verkamaður hússins“ í ígripum síðustu árin
sem það var notað.
Fyrst er að greina frá hvernig menn báru sig til þegar ís eða snjór var
tekinn á vetrum. Snjór var tekinn á Frosthústungunni, túninu ofan við
húsið. Leitað var lags þegar snjór var nægur og þægilegt að stinga hann
í hnausa. Oftast var snjórinn borinn á handbörum en stundum mun þó
hafa verið notaður sleði. Safnað var liði og voru allmargar börur í gangi
samtímis. Þar sem stutt var að fara og undan brekkunni með burðinn
súttist verkið furðanlega með þessum frumstæðu flutningatækjum.
Þar var öllu meira utan um ístökuna. Þegar ís var orðinn hæfílega
þykkur á tjörninni, var hafist handa. Jakar voru sprengdir frá með járn-
körlum og dregnir upp á skörina með ístöngum. Síðan var þeim raðað á
handbörur eða sleða, sem í fyrstu voru ævinlega dregnir af mönnum en
síðar af hestum. Snjó og ís var steypt inn fyrir dyrnar að ofanverðu þar
til fullt var upp að þröskuldi. Þá var farið inn úr dyrum með burð eða
æki og svo lengra og lengra eftir því sem kjallarinn fylltist. Þegar
geymslan hafði verið fyllt eða snjó- og ístöku var hætt, söfnuðu menn
saman heyrudda og settu allþykkt lag ofan á ísinn eða snjóinn til þess
að verjast áhrifum hitans. Þessari yfirbreiðslu var vandlega viðhaldið,
meðan ísinn entist. Þegar voraði mynduðust geilar með útveggjunum
misbreiðar eftir því hvað veggir voru mikið einangraðir. Minnst varð
bráðnunin þar sem jörð lá að veggjum og svo mest við þá veggi, sem
vissu að sólarátt. En ekki man ég til að neitt sérstakt væri gert til að
verja veggi snjóstabbans eftir að geilar mynduðust.
Nú víkur sögunni að öðrum störfum. Er þá rétt að minnast næst á
frystingu síldarinnar. Beitan var meginatriðið, þótt einnig kæmi fljótt til
sögu geymsla matvæla.
í frásögn ísaks Jónssonar, sem rakin er hér að framan, kemur fram
að beituöflunin byggðist um hríð mjög á síldveiðum Norðmanna. Var
ekki hikað við að sækja síld á aðra fírði, þegar svo bar undir. Eftir að