Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 88
86
MÚLAÞING
þeim hafnarinnar framvegis, eigi síður en Hamborgurum. ,,Hverjir at
með stórum ofstopa sig auðsýna við fátækan almúga hér á landi, svo og
sína vöru dýrara selja marga hverja en þeir,“ segir í einum vitnisburð-
inum. Svona voru Hamborgarar slóttugir og óbilgjarnir og var því síst að
furða, þó að þeir bæru hæstan hlut frá borði í þessum skinnadrætti um
hafnirnar.
Þegar Englendingar sigldu hingað fyrr á öldum, reistu þeir að jafnaði
engin verslunarhús við hafnir þær, er þeir ráku verslun á, enda sigldu
þeir hingað oftast í óleyfi og máttu þá og þegar búast við því, að þeim
yrði vísað á brott. Þeir voru því ekki við eina fjölina felldir, höfnuðu sig
þar sem best gegndi og sitt árið á hvorum staðnum og ráku verslunina
frá skipinu meðan farmur entist. Væri eitthvað óselt af varningi, létu
þeir eftir einn eða tvo menn af skipinu til að selja það um veturinn, og
tóku þeir að jafnaði gisting hjá einhverjum fjáðum bónda og fengu
skemmu fyrir varning sinn. Slíkt hið sama hafði tíðkast fyrr á öldum
meðan norrænir fornmenn ráku verslun hér á landi. Búðsetumenn voru
verkafólk, líklega allt frá ll. öld, er hélt heimili, en átti sér lítinn sem
engan búpening og lifði af handafla sínum, einkum sjófangi, og vinnu
hjá útvegsbændum, sem venjulega áttu vergögnin og mikinn hluta
aflans. I Grágás segir, að engir skuli búðsetumenn vera, þeir er
búfjárlaust búi, nema hreppsmenn lofi, og ströng víti lögð við, ef út af
var brugðið. Þau ákvæði féllu úr gildi á 13. öld, ekki endurnýjuð í
Jónsbók, enda eflist þá sjávarútvegur. Með aukinni skreiðarverslun á
14. öld fjölgaði búðsetumönnum, en vinna þeirra varð helsta auðsupp-
spretta íslenskra stórhöfðingja. Snemma á 15. öld tóku Englendingar og
síðar Þjóðverjar að stunda umfangsmikinn útveg frá íslenskum ver-
stöðvum, og höfðu íslenska búðsetumenn í þjónustu sinni. Gegn þessu
risu Islendingar, þegar leið á öldina, og þar með einnig gegn búðset-
unni. Með Píningsdómi á Alþingi 1490 var búðseta bönnuð öllum, sem
eigi ættu búfé og eignir til þriggja hundraða. Þeir sem minna áttu voru
skyldugir að vinna hjá bændum. Stóð í þófi um þau mál fram um miðja
16. öld. Þegar útvegur Englendinga og Þjóðverja var úr sögunni, var
minna skeytt um búðsetumenn, og á einokunartímanum var ekki við
þeim hróflað, enda var vinna þeirra helsta tekjulind verslunarinnar.
Kjör þessara eignalausu sjómanna þóttu jafnan viðsjárverð. A 18. öld
eru þúðsetumenn oftast nefndir tómthúsmenn.
Arið 1602 verða þáttaskil í verslun og viðskiptum landsmanna. 20.
apríl það ár heldur einokunarverslunin danska innreið sína hér á Islandi.
Undirrót hennar var umhyggja konungs fyrir þegnum sínum í Dan-