Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 107
MULAÞING
105
1.
Byggð býli og ábúendur í Eiðahreppi árið 1927
Dalhús: Þar bjuggu Gunnar Þorsteinsson og Anna Sigfmnsdóttir —
sjá Fossgerði. — Næsta ár tóku þar við ábúð Sigfús Guttormsson og
Sólrún Eiríksdóttir. Síðar fluttu þau að Krossi í Feflum. A Dafhúsum
var skóli um skeið. Húsráðendur voru Herborg Jónasdóttir og Þorleifur
Þórðarson, sjá Þrándarstaði.
Miðhús: Þar bjuggu Sigurður Steindórsson og Guðný Jónsdóttir. Þar
var oft skóli þó húsakynni væru fremur þröng. Oft var gestkvæmt á
Miðhúsum, því að þá var fjölfarin leið yfir Fjarðarheiði, og ferðamenn
nutu þar margskonar fyrirgreiðsfu. Sigurður Steindórsson átti þá sæti í
sveitarstjórn. Hann var sonur Steindórs Hinrikssonar, sem þjóðkunnur
varð af svaðilförum og afrekum, einkum í þágu póststjórnar. Meðal
barna Sigurðar og Guðnýjar á Miðhúsum var Anna Björg, húsfrú í
Steinholti, kona Ingvars Friðrikssonar bónda þar. Anna Björg lést 11.
september 1979 (sbr. íslendingaþætti Tímans, 24. tbl. 1980).
Uppsalir: Þar bjuggu Magnús Jóhannsson og Ásthildur Jónasdóttir,
nýflutt í Eiðahrepp vestan úr Helgafellssveit. Meðal barna Magnúsar og
Asthildar eru Jónas hreppstjóri á Uppsölum og Jóhann bóndi á Breiða-
vaði. Á Uppsölum var aldrei skóli.
Eyvindará: Þar bjuggu börn Sveins Arnasonar og Guðnýjar Einars-
dóttur. Þau voru látin fyrir fáum árum, en þá voru sum börn þeirra í
æsku. Elst þeirra voru Guðný og Björn. Tóku þau við búi foreldra sinna
að þeim látnum og forsjá yngri systra sinna. Björn og Guðný bjuggu á
Eyvindará um árabil. Guðný var ljósmóðir í sveit sinni um skeið og síðar
í Egilsstaðaþorpi. Nú er hún búsett í Reykjavík, gift Magnúsi Sveins-
syni kennara. Björn hefur verið félagsmálafrömuður í héraði. Meðal
annars var hann um skeið oddviti Eiðahrepps. Hann er nú búsettur í
Egilsstaðakauptúni, kvæntur Dagmar Hallgrímsdóttur. — A Eyvindará
var oft skóli.
Finnsstaðir: Tvíbýli var þar árið 1927. A öðrum fduta jarðarinnar bjó
Jón Árnason og Arni sonur hans. Kona Jóns, Steinunn Hinriksdóttir,
var þá látin. Þar var aldrei skóli. A hinum hluta Finnsstaða bjó Anna
Arnadóttir með fósturbörnum sínum, Unni Jóhannsdóttur og Jóhanni
Pétri Jóhannssyni. Eftir að Jóhann hafði reist steinhús á jörð sinni var
þar stundum skóli. Unnur er nú búsett að Útstekk í Helgustaðahreppi,
en Jóhann í Egilsstaðakauptúni. Hann er kvæntur Ingunni Pierson.
Meðal barna þeirra er Hallbjörn bóndi á Finnsstöðum.