Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 82
80
MÖLAÞING
norska bát og þess vegna hafi báturinn hlotið nafn hans. Arnbjörg gerði
bát þennan út a. m. k. í þrjú sumur. Sumarið 1907 var Olafur Garða
formaður hjá Arnbjörgu á Ásgeiri Sigurðssyni. Einn af togurum Hafn-
firðinga var skírður eftir honum og nefndur ,,01i Garða“. Ólafur mun
hafa verið sjómaður í Görðum á Álftanesi og kenndur við þann stað.
Sumarið 1908 var Gunnar nokkur Sigurðsson formaður á Asgeiri og
síðasta sumarið, sem Arnbjörg gerði út, sumarið 1909, var Árni
Friðriksson formaður á bátnum. Arni var síðar barnakennari á Eyrun-
um, en formaður á sumrum á vélbátnum Nirði, sem Sigurður hrepp-
stjóri á Þórarinsstöðum átti og gerði út. Störf þessi vann Árni til
æviloka, en hann dó í desember 1938.
Það sem hér er sagt um vélbáta Arnbjargar hef ég að miklu leyti eftir
minnisblöðum, sem Arni heitinn bróðir minn hafði skráð. Hann getur
þess m. a., að eftir 1908 hafi dregið úr vélbátaútgerð á Seyðisfirði, enda
hafi það ár verið afar lélegt aflaár.
Vélbátaútgerð Arnbjargar hefur vafalaust ekki verið arðvænleg,
þegar þess er gætt, að útgerð fyrri vélbátsins var í raun alveg mis-
heppnuð, að fyrsta útgerðarár hennar með vélbátinn Ásgeir Sig-
urðsson hefur varla gengið vel vegna þess hve vélin var aflvana fyrir svo
stóran bát, að verulegur kostnaðarauki hefur það reynst fyrir hana að
þurfa að fá nýja vél í bátinn þegar í byrjun og að hún hefur ekki síður en
aðrir útgerðarmenn farið varhluta af lélegum afla á þessum árum, er
það síst að undra þó efnahagur hennar hafi verið orðinn næsta
bágborinn á haustdögum 1909.
Eg tel nærri fullvíst, að Arnbjörg Stefánsdóttir hafi verið fyrsta kona
á Islandi, sem gerði út vélbáta.
VII.
Um haustið 1909 var Arnbjörgu stefnt fyrir dóm vegna skuldar, að
fjárhæð kr. 2590,91. Mál þetta var tekið fyrir í réttarhaldi 5. okt. s. á.
Arnbjörg sótti réttarhald þetta og lýsti þá yfir því fyrir réttinum, að hún
ætti ekki fyrir skuldum og ætlaði því strax, að afloknu réttarhaldinu, að
framselja bú sitt til gjaldþrotaskipta. Þar með var mál þetta hafið.
Skiptafundur var haldinn 13. okt. 1909 og þá úrskurðað að taka bú
Arnbjargar til skiptameðferðar sem þrotabú. Næsti skiptafundur var
haldinn 16. nóv. s. á. og þá ákveðið að selja eignir búsins á uppboði í
janúar 1910. Uppboðið fór fram 29. jan. það ár og virðist mér, að sumir
hafi gert þar góð kaup, t. d. var hið ágæta hús á Sigurðarstöðum slegið