Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 127
MÚLAÞING
125
landið erfitt til búsetu en jafnframt er það forvitnilegt fyrir ferðalanga
nútímans, sem geta komið hingað beinlínis til bess að sjá land myndast
og mótast, gróðurlendi verða til og eyðast. Ferðalög um landið hafa ætíð
verið erfið vegna straumþungra stórfljóta, mikilla vegalengda, torsóttra
fjallvega og síðast en ekki síst vegna áhlaupa veðráttunnar. Otrúlega oft
hafa þó ferðalög gengið vel a. m. k. áfallalítið og fólk komist hindrunar-
lítið í áfangastað vegna þrautseigju sinnar og árvekni. Stundum hafa
menn þó bjargast á hinn undursamlegasta hátt og ferðin orðið ævintýr í
minningunni síðar. Hitt mun þó mála sannast að ævintýr séu aldrei
annað en illa undirbúin atvik. Ymsir hafa þó jafnvel horfið sporlaust og
engar áreiðanlegar sagnir farið af ferðum þeirra. Stundum hefur
þjóðtrúin komið til með sínar skýringar og menn þóst sjá svipi hinna
týndu nálægt þeirri leið, hvar þeir lögðu í sína hinstu för. Svipir áttu þá
að hafa gert vart við sig hjá ættingjum eða þeim sem örlagaferðinni var
stefnt til. Margt er skráð um þessa hluti í þjóðsagnasöfnunum íslensku
en þó munu e. t. v. ekki öll kurl komin þar til grafar.
Fljótsdalsheiði liggur millir Héraðs og Jökuldals á Austurlandi,
víðáttumikil og flatlend, nokkuð mikið gróin og tiltölulega auðveld
yfirferðar, nema þegar þokur og vetrarbyljir grúfa yfir henni. Verður
hún þá ákaflega villugjörn en þó má yfirleitt telja gott að fylgja
straumvötnum til byggða. Oft hafa gangnamenn komist í hann krapp-
an, bæði í smalamennskum og með rekstra en slíkar frásagnir koma þó
ekki beint við þetta mál.
Næst er þess að geta að þegar sá sem þetta ritar var um fermingar-
aldur í Fellum á Héraði urðu eitt sinn umræður á heimilinu um það hver
mundi hafa verið unnusti Guðrúnar Magnúsdóttur. Enginn vissi svar
við því en 40 árum síðar mætti ég kunningja mínum, Eiríki Eiríkssyni
frá Dagverðargerði í Tungu á götu í Reykjavík. Tókum við tal saman um
eitt og annað gamalt og nýtt. Segir hann mér þá að hann hafi eitt sinn
heyrt aldraðan bónda á Jökuldal, Sigvarð Pétursson á Brú, fullyrða að
unnusti Guðrúnar hafi heitið Þorsteinn Jónsson, verið þá vinnumaður í
Hnefilsdal en ílust síðar til Mjóafjarðar og þaðan til Ameríku. Fór ég nú
að athuga hvort fullyrðing Sigvarðar fengi staðist og varð sú könnun
kveikja þessa þáttar. Spurningin er því: Er hér fundinn vinnumaðurinn
í Hnefilsdal sá er átti náinn vinskap vinnukonunnar í Fjallsseli. Verður
nú reynt að leiða líkur að því hvort fullyrðingin á við rök að styðjast.
Fyrsta persóna þáttarins verður að sjálfsögðu Guðrún sjálf og verður að
kanna upphaf ferils hennar í heimildum frá því hún slítur barnsskóm og
þangað til hún hverfur sýn í stórhríðinni á Fljótsdalsheiði.