Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 109
MÚLAÞING
107
ábúð á Ormsstöðum án búsetu. Þórhallur Helgason og kona bans,
Sigrún Guðlaugsdóttir, íluttu þangað árið 1929. Þar var löngum skóli er
íbúðarhús hafði verið endurreist þar. Þórhallur sat um áratugi í
sveitarstjórn. Meðal barna Þórhalls og Sigrúnar er Guðlaugur bóndi á
Ormsstöðum.
Eiðar: Skólaskyld börn voru þar, en þau sóttu ekki farskólann. Þau
nutu heimakennslu með leyfi skólanefndar. Skólastjórahjónin, As-
mundur Guðmundsson og Steinunn Magnúsdóttir, höíðu heimiliskenn-
ara, Sigríði, systur frú Steinunnar. Ef til vill hefur hún kennt fleiri
börnum á Eiðum. Árið 1928 ílutti skólastjórafjölskyldan brott frá Eiðum
er Ásmundur Guðmundsson varð háskólakennari. Tók hann sæti
Haralds Níelssonar prófessors að honum látnum. Allir söknuðu þessa
fólks, yngri sem eldri.
Jakob Kristinsson tók við stjórn Alþýðuskólans á Eiðum af Ásmundi
Guðmundssyni. Kona hans var Helga Jónsdóttir.
Guðgeir Jóhannsson kennari og kona hans, Lára Guðjónsdóttir, áttu
barn á skólaskyldualdri, einnig Erlendur Þorsteinsson í „Gróðrarstöð-
inni“ og kona hans, Þóra Stefánsdóttir, eitt eða fleiri. Börn á Eiðum
tóku vorpróf með öðrum nemendum skylduskólans.
Bústjóri á Eiðum var Páll Hermannsson, nýkjörinn alþingismaður
Norðmýlinga. Sigríður dóttir Páls og fyrri konu hans, Þóreyjar Eiríks-
dóttur, annaðist símavörslu á staðnum. Þórey var þá látin. Síðari kona
Páls var Dagbjört Guðjónsdóttir. Páll var um árabil prófdómari við
Alþýðuskólann á Eiðum. Hann sat um skeið í sveitarstjórn og mun hafa
verið oddviti skamma hríð. — Halldór Halldórsson var lengi ráðsmaður
Páls Hermannssonar.
Gröf: Þar bjuggu Sigfús Stefánsson og Sigrún Pétursdóttir. Þar var
aldrei skóli.
Gilsárteigur: Þar var tvíbýli. Á öðrum hluta jarðarinnar bjuggu Björn
Olafsson og Guðfinna Jónsdóttir. Þar var ekki skóli. Hinir ábúendurnir
voru Sigurbjörn Snjólfsson og Gunnþóra Guttormsdóttir. Þar var oft
skóli, enda húsakynni góð. Sigurbjörn Snjólfsson var mikill félagsmála-
frömuður. Meðal annars sat hann lengi í sveitarstjórn og sýslunefnd.
Meðal barna hans eru Snæþór og Ari, er bjuggu saman í Gilsárteigi um
skeið, Snæþór þó miklu lengur. Hann var lengi formaður Búnaðar-
samb. Austurlands. Snæþór lést 3. október 1980. Hann var kvæntur
Sigurbjörgu Sigbjörnsdóttur.
Brennistaðir: Þar var tvíbýli. Á öðrum hluta jarðarinnar bjuggu
Þórarinn Jónsson og Anna María Bergsveinsdóttir með börnum sínum,