Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 97
MÚLAÞING
95
mun farið eftir sögusögn Gunnars sjálfs, sem dvaldi vestra á vegum
Guðrúnar Osvífursdóttur. Þetta hef eg borið saman við landslag og þar
virðist allt koma heima. Þarna kemur hin raunverulega ferð Þorkels
Geitissonar til hefnda eftir bróður sinn. Hann kemur að þeim Njarðvík-
urbræðrum óvörum á beitarhúsum inni í vík. Þarna er ólíkt sennilegra
að þeir hafi leynt honum heldur en í tjaldi skammt frá alfaraleið. Annar
bróðirinn er píndur til sagna með því að sýna honum blóð sem átti að
vera úr bróður hans sem bundinn var á öðrum stað. Utlendri kálfssögu
er blandað þarna inn í, sem ekki ber í sér neina stoð. Þarna var nóg blóð
að fá bæði úr kiðum og sauðfé. Kiðjahvammur er nefndur í Göngudal og
styður þessa búfjárrækt.
Draumar koma víða við. Þessa nótt dreymir Gunnar ófriðlega og vill
að þeir félagar hafi sig á braut. Þetta verður að ráði, en Þorkell veitir
þeim eftirför. Þormóður er skotinn spjóti til bana, en Gunnar sleppur.
Þeir fara beinustu leið yfir fjall að Bakka í Borgarfirði, sennilega
Bakkadalsvarp, til Sveinungs. Flóttamenn hafa kynnt sér undankomu-
leiðir, og þarna er ekki á ferð berfættur maður á línbrókum (Fljótsdæla),
heldur ferðaklæddur maður með alvæpni. Sveinungur (Sveinki í þættin-
um) hefur beitt brögðum, ekki heldur árennilegur. Vel gat hann vísað
Gunnari út í Hafnarhólma þar til hinir voru farnir til Héraðs. Þetta gat
Gunnar farið leynilega, mest á landi nema synt út í hólmann sem er
örskammt. Hafi Gunnars þáttur verið skrifaður á Vesturlandi þarf ekki
að undrast þótt staðfræði skorti, utan það sem haft er eftir Gunnari
sjálfum um flóttann frá Njarðvík.
FYRIR NEÐAN LAGARFLJÓT
/.
Segja má að eg sé alinn upp við Lagarfljót frá Stóra-Steinsvaði til ósa og
nákunnugur landslagi milli þess og Jökulsár á Dal. Frá 8-9 ára aldri
mun eg eitthvað hafa litið í Njálu og til þessa dags. Fyrirsögn þessa
þáttar var mér alltaf jafnóskiljanleg, enda veit eg ekki til að nokkur hafi
getað skýrt hana; er hún sýnilega forn og kunnuglega rituð. Margir hafa
spreytt sig á þeirri gátu, hver hafi skrifað Njálu, en enginn að mínu áliti
komist nær því en dr. Barði Guðmundsson. Hvað sem því líður er
kunnugleikinn þar svo mikill á Austurlandi, að ólíklegt er að maður úr
öðrum landsfjórðungi hef(5i getað tileinkað sér slíka þekkingu á lands-