Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 173
MULAÞING
171
Benedikt Gíslason segir, að á aðalfundi þess 1919 hafi verið samþykkt
tillaga þess efnis að heimila stjórninni að gera samning við mótorbátsfé-
lagið um að kaupfélagið taki að sér rekstur flutninganna. Gerðabók
kaupfélagsins frá upphafi og til þessa árs er nú ekki í handraða né
önnur gögn um starfsemi félagsins á þessum tíma, t. d. skýrslur
framkvæmdastjóra, en í gerðabókum kaupfélagsins 1920 og fram yfir
1930 er stundum minnst á bátsfélagið og flutningana eftir fljótinu. Af
þeim er ljóst að kaupfélagið hefur átt þar mikla aðild að, jafnvel allan
veg og vanda en ekki sést fyllilega hvernig þessum málum var háttað.
Þetta er helst:
A aðalfundi 1920 er samþykkt með öllum atkvæðum tillaga frá Erlingi
Sveinssyni á Víðivöllum:
,,Fundurinn ályktar að veita stjórn félagsins heimild til þess að gjöra
samning við hf. Lagarorminn um að kaupfélagið taki að sér að sjá um
starfrækslu mótorbátsferða á Lagarfljóti á næstkomandi sumri.“
I stjórnarfundargerð frá 1. desember 1923 er bókað:
„Mótorfélagið Lagarormurinn skuldar félaginu kr. 3369.75. Hluthöf-
um þessa félags hefur verið boðið af félagsstjórninni, að skuld þessi
skyldi verða kvittuð að fullu ef þeir greiddu upp í hana kr. 2000.00 á 3
árum rentulaust. Að þessu tilboði hefur enn ekki verið gengið, en
verður krafist ákveðins svars í vetur, helst fyrir áramót."
Af þessu virðist ljóst að félagið er við lýði eða nýtt félag með lítið
breyttu nafni, sbr. tillöguna hér að framan, en kaupfélagið annast
rekstur flutninganna og a. m. k. að einhverju leyti á ábyrgð mótorbáts-
félagsins. Ef til vill hefur bátsfélagið átt að annast innheimtu flutnings-
gjalda.
Á aðalfundi kaupfélagsins 1925 er samþykkt:
„Fundurinn ályktar að félagið taki 2500 kr. hluti í bátsflutningafélagi
er stofnað er til að reka flutninga með mótorbát eftir Lagarfljóti. Féð
takist af varasjóði félagsins.“
Síðan er bókuð eftirfarandi viðbót við samþykktina:
„Einhuga yfirlýsing frá fundarmönnum þess efnis, að gengið verði
stranglega eftir því við félagið Lagarfljótsorminn, að það selji eignir
sínar til lúkningar á skuldum sínum við félagið.“
Hér virðist sjá fyrir enda mótorbátsfélagsins. Kaupfélagið gerist stór
hluthafi í því og krefst sölu eigna upp í skuldir. Það hefur líklega keypt
eignirnar, því að í næsta skipti sem þessa máls getur í gerðabókunum,
er ljóst að það á a. m. k. Fljótshúsið. Það er á aðalfundi 1927 að
samþykkt er að fela félagsstjórninni „að láta gjöra við húsræfdinn á