Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 160

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 160
158 MULAÞING sleppi við örðuga klyfjaflutninga yfir torsóttar heiðar. Héraðsbændur eiga enn 1905 eigin verslun, Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs, á Seyðis- firði, en hún er á fallandi fæti, hver misbrestur í árferði og slysaleg atvik bitna á félaginu, og kemur fram í skuldasöfnun. „Tvisvar (1892 og 1897) féllu skriður á hús félagsins og ollu tjóni bæði á húsum og vörum. Haustið 1896 fórst fjöldi fjár í fönn á viðskiptasvæðinu og næsta ár skall á bann Breta við innflutningi lifandi sauðfjár.“ (Halldór Stefánsson: Ævislóð og mannaminni, Rv. 1971). Þetta bann batt að mestu enda á sauðasöluna sem best hafði gagnast bændum, en eitthvað var þó selt af lifandi fé til annarra landa áfram svo sem verslunarskýrslur sýna. Við þessa örðugleika og marga fleiri — og þó að sjálfsögðu fyrst og fremst við missi viðskipta til Reyðarfjarðar, sem hlýtur að hafa orðið félaginu örlagaríkastur — dró mátt úr pöntunarfélaginu, þótt það þraukaði til 1910. En þá voru Héraðsmenn búnir að koma sér upp öðrum verslunarsamtökum, Kaupfélagi Héraðsbúa, sem stofnað var á Skeggjastöðum í Fellum 19. apríl 1909, með aðsetri á Reyðarfirði og beinum vöruflutningatengslum um Fagradalsbrautina til Egilsstaða og á fljótsbakkann í bátinn sem áfram flutti varninginn upp til sveita og dreifði eftir þörfum á báða bóga um fljótsstrendurnar. Það er varla tilviljun að kaupfélagið var stofnað sama árið og vegargerðinni yfir dalinn lauk. En Fagradalsbrautin var ekki komin árið sem Lagarfljótsbáturinn var tekinn í notkun. Því losnuðu t. d. Fljótsdælingar ekki við að fara með hrossahópa sína til fjarða. En það þótti borga sig að reka þá lausa við klyfjar frá Egilsstöðum upp í Brekku og ennfremur opnaðist þeim sá möguleiki að halda til á Egilsstöðum og selflytja þangað, fara þaðan nokkrar ferðir á Seyðisfjörð að sækja vörur í bátinn. Aftur á móti mun það tæpast hafa þótt borga sig að nota bátinn, þegar um flutninga í Utfell og á Austur-Velli var að ræða, því að töluvert umstang var við að taka klyfjar ofan, setja þær í bát, skipa upp, lyfta aftur til klakks við lendingu og flytja heim. Aðalnot bátsins urðu því við byggðir ofan við Ás og Vallanes. Jökuldælingar, einkum á Efradal notuðu bátinn, en þeir urðu að flytja á klökkum frá Brekku og yfir Fljótsdalsheiði. Fyrir þá varð mikil bót að Hákonarstaðabrúnni á Jöklu, sem byggð var 1908. Ekki sést í fundargerðabók bátsfélagsins að flutningar hafi átt sér stað út fyrir brú, í Eiðaþinghá eða Tungu, en mun þó hafa borið við. Fljótið er vandratað innan frá brú og út að Vífilsstaðaflóa sökum grynninga, og einhver sagði að báturinn hefði ekki komist undir brúna þegar hátt var í fljótinu. Það mun þó hafa borið við að báturinn færi úteftir. Einar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.