Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Qupperneq 160
158
MULAÞING
sleppi við örðuga klyfjaflutninga yfir torsóttar heiðar. Héraðsbændur
eiga enn 1905 eigin verslun, Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs, á Seyðis-
firði, en hún er á fallandi fæti, hver misbrestur í árferði og slysaleg
atvik bitna á félaginu, og kemur fram í skuldasöfnun. „Tvisvar (1892 og
1897) féllu skriður á hús félagsins og ollu tjóni bæði á húsum og vörum.
Haustið 1896 fórst fjöldi fjár í fönn á viðskiptasvæðinu og næsta ár skall
á bann Breta við innflutningi lifandi sauðfjár.“ (Halldór Stefánsson:
Ævislóð og mannaminni, Rv. 1971). Þetta bann batt að mestu enda á
sauðasöluna sem best hafði gagnast bændum, en eitthvað var þó selt af
lifandi fé til annarra landa áfram svo sem verslunarskýrslur sýna.
Við þessa örðugleika og marga fleiri — og þó að sjálfsögðu fyrst og
fremst við missi viðskipta til Reyðarfjarðar, sem hlýtur að hafa orðið
félaginu örlagaríkastur — dró mátt úr pöntunarfélaginu, þótt það
þraukaði til 1910. En þá voru Héraðsmenn búnir að koma sér upp
öðrum verslunarsamtökum, Kaupfélagi Héraðsbúa, sem stofnað var á
Skeggjastöðum í Fellum 19. apríl 1909, með aðsetri á Reyðarfirði og
beinum vöruflutningatengslum um Fagradalsbrautina til Egilsstaða og
á fljótsbakkann í bátinn sem áfram flutti varninginn upp til sveita og
dreifði eftir þörfum á báða bóga um fljótsstrendurnar. Það er varla
tilviljun að kaupfélagið var stofnað sama árið og vegargerðinni yfir
dalinn lauk.
En Fagradalsbrautin var ekki komin árið sem Lagarfljótsbáturinn var
tekinn í notkun. Því losnuðu t. d. Fljótsdælingar ekki við að fara með
hrossahópa sína til fjarða. En það þótti borga sig að reka þá lausa við
klyfjar frá Egilsstöðum upp í Brekku og ennfremur opnaðist þeim sá
möguleiki að halda til á Egilsstöðum og selflytja þangað, fara þaðan
nokkrar ferðir á Seyðisfjörð að sækja vörur í bátinn. Aftur á móti mun
það tæpast hafa þótt borga sig að nota bátinn, þegar um flutninga í
Utfell og á Austur-Velli var að ræða, því að töluvert umstang var við að
taka klyfjar ofan, setja þær í bát, skipa upp, lyfta aftur til klakks við
lendingu og flytja heim. Aðalnot bátsins urðu því við byggðir ofan við
Ás og Vallanes. Jökuldælingar, einkum á Efradal notuðu bátinn, en
þeir urðu að flytja á klökkum frá Brekku og yfir Fljótsdalsheiði. Fyrir þá
varð mikil bót að Hákonarstaðabrúnni á Jöklu, sem byggð var 1908.
Ekki sést í fundargerðabók bátsfélagsins að flutningar hafi átt sér stað út
fyrir brú, í Eiðaþinghá eða Tungu, en mun þó hafa borið við. Fljótið er
vandratað innan frá brú og út að Vífilsstaðaflóa sökum grynninga, og
einhver sagði að báturinn hefði ekki komist undir brúna þegar hátt var í
fljótinu. Það mun þó hafa borið við að báturinn færi úteftir. Einar