Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 105
MULAÞING
103
Hvergi er þess getið að hann hafi átt í illdeilum í sínu umdæmi, heldur
aðeins þar sem hann þurfti að verja sæmd sína og réttindi þjóðarinnar.
Skaða-Arni, sem Helgi Pjeturss telur réttara að hafa, mátti þó að
síðustu lúta í lægra haldi fyrir Þorvarði þótt hann hefði bæði páfa- og
konungsvaldið að baki. Dr. Einar Olafur Sveinsson skellir hurð í lás við
þeirri hugdettu að Þorvarður hafi skrifað Njálu. Þetta er svo ólíkt
honum, sem alltaf skrifar af hógværð og prúðmennsku um þá sem um
þessa bók hafa skrifað þótt á milli hafi borið. Sjálfur hef eg alltaf virt og
dáð hann. Samt getur hann ekki neitað hinni óvenjulegu staðfræði
Njáluhöfundar á Austurlandi, sem eg tel næstum einsdæmi í fornsögum
okkar.
I bók Einars Ólafs Sveinssonar, Um Njálu, stendur á bls. 230 um
skrif Bááths er telur bókina ritaða af einum og sama manni: „Hér er
ekkert ofmælt, þessi orð eru dagsönn.“ Hann tekur undir þau orð
Bááths um höfundinn sem „hafði að kalla síðustu línu í huga, þegar
hann ritaði hina fyrstu.“ Hafi Þorvarður skrifað Njálu gæti þetta vel átt
við hann. A öllum sínum ferli frá æsku til efri ára mun hann hafa haft
lítinn tíma til skrifta. Aftur á móti getur hann hafa haft þetta í huga
mestan hluta ævinnar, skrifað punkta, spurt fróða menn, þaulhugsað
efnið og raðað því. Við fáa menn ætti þetta betur en við Þorvarð,
jafnþaulkunnugan á sögusvæðinu austan, sunnan og víða um land.
Sjálfur hefur hann verið lögfróður og líka kynnst lögum í Noregi er hann
var þar við samningu laga handa okkur. Slíkt má laga í hendi sér eftir
ástæðum. Allt þetta er margsoðið saman, fléttað og snyrt. Inn í
myndina kemur svo líkingin á Njálutíma og þeim sem hann lifði á.
Söguna myndi hann hafa skrifað í aldurdómi sínum í Arnarbæli í Olfusi.
Að síðustu vildi ég taka fram, að rennsli vatnanna, Lagaríljóts og
Jökulsár á Brú, þyrfti að rannsaka nánar, eins Steinbogann og Jökul-
lækinn. Kunnugum mönnum fer nú að fækka þar um slóðir. Sjálfur hef
eg engin tækifæri, bíllaus með ellistyrkinn að heimdraganda og 84 ár að
baki.