Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 46
44
MÚLAÞING
gert enn í dag. Síðan var lokið lagt yfír og pönnunum hlaðið í hæfilega
háa stafla með kuldablöndu (ís eða snjó og salti hrært saman) undir, yfir
og á milli laga. Harðfraus nú síldin í pönnunum yfir nóttina, ef ég man
rétt. Var hún síðan slegin úr þeim og borin inn í frystiklefann, þar sem
henni var hlaðið í stæður og stundum á hillur. En pönnurnar voru
þvegnar og þeim raðað upp svo að allt væri tilbúið fyrir næstu frystingu.
Sums staðar var síldin fryst í pækli. Það sá ég aldrei heima og kann
ekki að lýsa því.
— Það þykir mér skrýtið, en ég sé í gömlum reikningum frá þessum
tíma, að skrifað er „frystuð síld“. Ekki man ég eftir þeirri beygingu
sagnarinnar að frysta í neinu öðru sambandi og man raunar heldur ekki
eftir þessari beygingarmynd í talmáli. En ég hef rekist á hana í gömlum
Austra.
Snjór var notaður til frystingarinnar eftir að ég man, en áður mun oft
hafa verið notaður ís, sem þá var malaður í handsnúinni ískvörn.
Þá er að segja frá myndun og viðhaldi frostsins í frystigeymslunni.
Yfir henni var loft, eins og áður er lýst. Opið var af loftinu í
ískjallarann. Yfir því opi var blökk eða trissa. Þegar lækka tók í
kjallaranum var snjór og ís halaður upp í stampi, vitanlega með
handafli. Þegar þetta var svo komið upp á loftið var snjórinn pjakkaður
sundur með reku og ísinn molaður með trékylfu, ,,kjullunni“, salti
blandað saman við og blönduninni rennt niður um opin á kistunum og
jafnað vel í þeim, þar til þær voru orðnar fullar upp í stút. Brakaði í
ísnum þegar saltið læsti sig í hann og leysti hann í sundur. Auk kjullu og
reku var notaður borðbútur til að jafna í kistunum og áhald sem líktist
kláru til að ýta kuldablöndunni eftir gólfinu á kistuopin. Eftir að
kisturnar höfðu verið fylltar var gólfið vandlega sópað og ísmolum og
pækli komið þar ofan á.
Nýlega heyrði ég komist svo að orði í frásögn Einars frá Hermundar-
felli, að skipt hefði verið um kuldablöndu í kistunum í gamla íshúsinu á
Þórshöfn. Eg kannast ekki við þetta. Heima var aðeins bætt í, enda
verður nánast ekkert eftir af hæfilega sterkri kuldablöndu um það er
lýkur.
Þá er eftir að geta um afgreiðslu síldarinnar. Um það er nú kannski
ekkert sérstakt að segja. Þó má geta þess, að á meðan húsið var
almennt notað var síldin afgreidd á vissum tímum þótt undantekningar
væru gerðar á því. Reynt var að hafa sem allra minnst opnar dyr því
frostið var fremur veikt. Ég giska á 8-12 gráður.
Síldin mun ýmist hafa verið sameign og þá vigtuð út eða menn áttu