Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 31
MÚLAÞING
29
svo langt frá því, að stjórnirnar eigi að láta atvinnuvegi landsins
afskiptalausa, að það er þvert á móti eitt af aðalhlutverkum stjórnend-
anna að styðja þá og efla.
I öðrum löndum eru atvinnuvegirnir studdir með tollverndun, styrk
til gufuskipaferða, útílutningsverðlaunum, verslunarræðismönnum,
skólum, söfnum, ráðanautum, rannsóknarferðum, endurbótum á höfn-
um o.s.fr.
Hér á landi er sumt af þessu ekki óþekkt; þrátt fyrir allt frelsisgal
hefur stýrimannaskólinn verið stofnaður, fé verið lagt til gufuskipa-
ferða, til vita, til fiskiveiðarannsókna o.s.fr. Allt þetta sýnir, að vér
Islendingar erum að yfirgefa hinar gömlu frelsiskenningar. En hingað
til virðist þessi stefnubreyting hafa komið fram ósjálfrátt. Menn hafa
borist fyrir straumi tímans, ef svo má segja, án leiðarsteins og
stýrislausir. Það er þetta, sem ekki dugar lengur. Vér verðum að gjöra
oss ljóst, hvert halda skal. Vér verðum að gjöra oss ljóst, hvernig á að
styrkja atvinnuvegina. Það er þekkingin, sem er nauðsynleg um fram
allt. En þegar menn vita, hvernig á að styrkja atvinnuvegina, þá kemur
spurningin um féð.
,,Þar sem er vilji, þar er einnig vegur“, segir máltækið.
Og formála sínum lýkur amtmaðurinn þannig: ,,Við lok þessarar
aldar verða íslendingar líklega komnir á það siðmenningarstig, að það
verður reynt að styðja að því að fólkið svelti ekki í einni veiðistöð meðan
auðsuppsprettur sjávarins eru lítt notaðar í næstu veiðistöðvum.“
Hér að framan er leitast við að rekja eftir frásögn ísaks Jónssonar og að
miklu með hans eigin orðum tildrög þess, að hafist var handa um
byggingu gömlu frosthúsanna og svo hvernig verkið gekk til. Verður
þetta að teljast töluvert merkur kafli í atvinnusögunni. Og sitthvað
fleira hangir á spýtunni, þegar þessar frásagnir eru raktar.
Til fróðleiks má geta þess, að í síldarsögu Matthíasar Þórðarssonar
frá 1930 er þess getið, að árið 1891 hafi konsúll Paterson, skoskur
maður, gert tilraun til þess að senda lúðu í ís til Skotlands. Hann hafði
þá byggt ískjallara á Búðareyri í Seyðisfirði. Arið eftir byrjaði svo Otto
Wathne að flytja ísaða síld til Englands og hélt þeim flutningum uppi í
nokkur ár.