Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Page 153
MULAÞING
151
bryggju á báðum stöðum og sjá um framkvæmdir á þessu fyrir þann
tíma er báturinn fer að ganga. Stjórninni ennfremur falið að sækja um
fjárstyrk til Múlasýslna og ríkisins.
A stjórnarfundi á Brekku 10. mars 1905 er Jón Bergsson kosinn
formaður og hafði hann formannsstarfið með höndum til 7. mars 1916,
er hann sagði því af sér. Á þessum fundi 10. mars er gerð áætlun um
byggingu skýlis á Brekku yfir bátinn og er þannig í aðalatriðum:
Stærð I8X6V2X3 (hæð) álnir, steypa í 5 tommu veggi, blanda 1:15.
Kostnaður:
6 tunnur sement með flutningi kr. 96.00
Vinna, 30 dagsverk á 2,50 — 75.00
Þakjárn með flutningi — 116.00
Timbur með flutningi — 61.10
Smíðalaun o.fl. — 41.90
Samtals kr. 390.00
Einnig er gerð áætlun um bryggju á Brekku og skal efri hluti hennar
vera úr grjóti ca. 15 álnir, en fremri hlutinn úr timbri og byggður á
búkkum ca. 25 álnir. Áætlaður kostnaður 390 kr.
Frestað er áætlunargerð um hús og bryggju á Egilsstöðum, en fyrir
liggur að Þórarinn á Ormarsstöðum og Tryggvi hafa gert samning við
Stefán Th. Jónsson kaupmann á Seyðisfirði um bátakaup fyrir kr.
3.300.00.
Annar stjórnarfundur er haldinn strax 14. mars á Egilsstöðum. Þar er
sótt um sýslustyrk, kr. 150.00 frá hvorri sýslu, gjörð ráðstöfun til að
innheimta hlutafé fyrir 1. júlí og ákveðið að Tryggvi sjái um fram-
kvæmdir á Brekku, en formaður á Egilsstöðum og nú er gerð áætlun um
þær. Vörugeymsluhúsið á að verða 10x6 álnir að grunnfleti, undir
skúrþaki og vegghæð 3 og 3V2 alin, steinhús. Kostnaður alls kr. 240.00.
1 bryggju á Egilsstöðum eru áætlaðar kr. 200.00.
Stjórnarmenn skipta með sér þessum framkvæmdum, Tryggvi sér
um verkin á Brekku og Jón um framkvæmdir á Egilsstöðum, í byrjun
um flutning á grjóti í bryggjuna og útvegun járnfestar í steinatker.
Samþykkt er að kaupa húsræfil af Búnaðarfélagi Fljótsdals á 40 kr. til
að nota í Brekkubryggjuna og gerðar ráðstafanir til innheimtu hlutafjár
fyrir 1. júlí 1905.