Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 47
MÚLAÞING
45
frátekna slatta. Til þess kjörinn maður afgreiddi síldina og þótti það
töluvert ábyrgðarstarf. Var hann í fyrstu kallaður verkamaður hússins,
eins og áður hefur komið fram, en seinna frosthúsvörður. En síðustu
árin sem húsinu var haldið gangandi aðstoðaði ég við þetta starf,
einkum við að leggja í kisturnar, minnir mig. Eg veit ekki alveg
nákvæmlega hvenær hætt var að nota húsið, en ætla, að það hafi verið
annaðhvort 1937 eða 1938. En síðustu árin var notkun þess nokkuð
stopul eða óregluleg.
Af skrifum Isaks Jónssonar má sjá, að hann hefur hvatt menn til að
nota hver hjá sér samhliða sameiginlegu frosthúsunum litla frystiklefa
eða frystikassa. Eg held að þetta hafi ekki verið gert heima fyrr en
starfsemi frosthússins var orðin óregluleg. Þá gerðu menn sér litla
frystikassa, sem ég get trúað, að hafi verið röskir 2 metrar á lengd og
nálægt 1,5 metri á breidd og hæð. Þetta er þó aðeins ágiskun. Voru þeir
af sömu gerð og frystiklefar frosthúsanna og sama aðferð við að
framkalla frostið. Oft var snjór sóttur á hestum til nota við þessa
frystikassa jafnharðan. Þegar líða tók á sumar þurfti að elta fannirnar
hátt til fjalla eða upp á miðjan Brekkudal og þegar verst lét lengst upp á
Hofsdal, sem var hálfu verra!
Ég tók þátt í þessari snjóöílun frá 1928. Fórum við tveir saman með
tvo klyfjahesta í taumi. Var næsta vandasamt að búa upp á klárana, þar
sem fara þurfti niður snarbrattar brekkur. Minnir mig, að þessar ferðir
væru jafnaðarlega farnar annan hvern dag á meðan kassarnir voru í
notkun.
Þess má svo geta að lokum, að um árabil geymdu Mjófirðingar
matvæli sín á frystihúsi í Neskaupstað. Utgerð var þá lítil og stundum
engin. En ef beitt var lína, þá var einnig síldin fengin frá Norðfirði.
Árið 1962 var stofnað nýtt hlutafélag í Mjóafirði, h.f. Frysting, og
byggður lítill frystiklefi 8x7 metrar. Er hann hólfaður í tvennt, rúm
fyrir 20-30 línustampa í fremri klefanum auk anddyris, þar sem m.a.
frystivélinni er fyrir komið.