Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 133
ARMANN HALLDÓRSSON
Siglingar á Lagaríljóti og fleira um verslun
og samgöngur á Héraði
Margoft hefur það komið fram í ræðu og riti við hvílíka afarkosti
Héraðsbúar bjuggu af náttúrunnar hendi í samgöngum við næstu
byggðarlög og sjávarsíðu áður en akvegur var lagður yfir Fagradal.
Héraðið er afmarkað fjöllum á þrjá vegu og hafnlaus strönd í norðaustri,
og um það falla vötn sem rista það niður í lengjur utan frá sjó og inn til
dala, Jökla, Lagarfljót, jafnvel Selfljót og þverár nokkrar harla viðsjálar
stundum. Byggðin deildist milli verslunarsvæðanna þriggja, og fjögurra
eftir að kaupstaður kom á Seyðisfirði. Flutningar kaupstaðarvöru, bæði
innleggs og kaupskapar, einnig sjófangs til neyslu, hlutu að fara fram á
áburðarhestum og með bakburði yfir torsótt fjalfaskörð og heiðar,
Vestdalsheiði og Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, Eskifjarðarheiði og
Þórdalsheiði til Eskifjarðar og fyrr út til Breiðuvíkur við Reyðarfjörð
utan til, yfir Þingmúlaafrétt og Oxi á Djúpavog; Möðrudalsheiði,
Steinvarartunguheiði og fleíri ieiðir úr Jökuldalshreppi og Smjörvatns-
heiði og Hellisheiði úr Hlíð á Vopnafjörð. Þetta voru aðalverslunarleiðir
Héraðsmanna, en við bætast Gönguskarð, Eiríksdalsvarp og Sanda-
skörð úr Borgarfirði, Tó úr Loðmundarfirði, Breiðdalsheiði úr Breiðdal,
Hraun úr Alftafirði og Lóni, sjaldfarin leið, og er þó sleppt ýmsum
skörðum og vörpum sem gangandi menn og lausríðandi klöngruðust
um, svo sem Lambadal upp frá Sleðbrjótsseli, Gagnheiði, Mjóafjarðar-
heiði og Fönn til Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Innan Héraðs styttu menn
sér leið milli uppsveita með því að fara fjallvegi, milli Fljótsdals og Fella
annars vegar og Jökuldals hins vegar, milli Skriðdals og Skóga og milli
Suðurdals og Norðurdals í Skriðdal. Víða liggja slóðir fyrri tíðar
Héraðsmanna, þeirra er erindi áttu víðs vegar utanhéraðs og innan, en
yfir stórvötnin tvö potast á ferjukrílum eða riðin vöð þar sem grynnst
var, brú einungis á Jöklu. Ferjur voru raunar víðar en á stórfljótunum
tveim, svo sem á Selfljóti og Grímsá. Allar þessar leiðir um fjöll og vötn