Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 36
34
MÚLAÞING
Á fundi 13. desember 1897 er „samþykkt að panta efni í nýtt
ísgeymsluhús, 20 álna langt og 15 álna breitt, með 9 fóta háum stöpli."
og á fundi 14. febrúar 1898 er samþykkt að byggja húsið næsta sumar
,,og skal byrjað á byggingunni eigi seinna en 1. september ef forföll eigi
banna.“ En það er með þetta eins og fleira, að ekkert er bókað um
framkvæmdirnar. Konráð er falið að annast þær. En tíðar bókanir um
viðgerðir á næstu árum gætu bent til þess, að ekki hafi orðið úr
nýbyggingu. Árið 1910 er t.d. talað um viðgerð á „vesturvegg, sem er
hruninn.“
Fimmtán pund af töðu?
Þeim sem ekkert þekkja til þessara gömlu frystihúsa kynni fljótt á litið
að þykja skrýtin bókun ein, sem gerð er á aðalfundi 14. febrúar 1898:
„Samþykkt að leggja til 15 pund af töðu fyrir hverja aktsíu og lofuðust
félagsmenn til að koma með heyið fyrir þessi mánaðarlok." — En þetta
skýrist í fundargerð á næsta ári: „Félagsmönnum gert að skyldu að
koma með hey yflr ísinn“ og lágmarkið er hækkað úr 15 í 40 pund.
Allvíða er bókað um útvegun salts og tilteknum mönnum falið að ná í
notað salt, afsalt eins og það var þá kallað. En engin þörf var á að nota
hreint salt til frystingarinnar, ef afsalt var fáanlegt.
Það sýnir glöggt að beitan var aðalmálið, að 17.4.1912 er bókað:
„Ákveðið að félagsmenn megi leggja inn 30 pund af kjöti á ári á hverja
axíu, ef rúm leyflr.“ En 6 hlutir var mesta eign eins félaga þá.
Árið 1915 var samþykkt að gera „braut“ frá tjörninni að ísgeymsl-
unni til að auðvelda aðdrætti. En af því varð ekki fyrr en um það bil 15
árum seinna þegar tekið var að nota hesta til ísdráttar.
Á stríðsárunum 1914—1918 var erfitt um útgerð og stundum óvissa
um rekstur hússins frá ári til árs. Þó virðist svo sem það hafi verið rekið
flest eða öll sumur, einnig á þessum árum.
Aðeins eitt atvik hef ég rekist á í gerðarbók Frosthúsfélagsins, sem
nú mætti virðast skoplegt. Á fundi í febrúar 1908 er samþykkt með
þremur atkv. tillaga frá Guðmundí Guðmundssyni á Hesteyri um að
lækka árskaup verkamanns hússins um 30 kr„ en ári síðar er samþykkt
samhljóða að bæta kaup frosthúsvarðar s.l. ár um 30 kr.
Samskiptin við Konráð
Gerðabókin gefur vissa mynd af samskiptum Konráðs Hjálmarssonar
kaupmanns við sveitunga sína varðandi byggingu og rekstur frosthúss-