Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 9
MÚLAÞING
7
fylgja bæði löng og stutt hlé, m.a. þriggja
mánaða sumarfrí hjá óbreyttum kennurum
(mér meðan ég fékkst við kennslu) en hjá
skólastjórum (Sigurði) ódrýgist það jafnan.
Við höfum víst aldrei markað ritinu ná-
kvæma stefnu á sviði þess og engar „lang-
tímaáætlanir'1, eins og nú eru í tísku, gert
því. Hins vegar höfum við seilst heldur
eftir vænlegu efni sem við höfðum vitn-
eskju um í það og það skiptið og beðið
menn með árangri og engum að skrifa í það
eitthvað gott. Höpp og glöpp hafa ráðið
efni fyrst og fremst, og vissulega höfum við
orðið fyrir mörgum höppum.
Byggðarsaga er víst minni í sniðum en
landssaga, en að öðru leyti er hún sama
eðlis, jafnfjölþætt og margvísleg, en samt á
þrengra sviði að því leyti sem landshluti er
minni en land. Þegar litið er á efni Múla-
þings í heild kemur í ljós að það er þó
nokkuð margvíslegt. Það er frá öllum öld-
um byggðartíma og snertir eitthvað flesta
þætti byggðarsögu. 1 fljótgerðu yfirliti sem
ég hef sett saman, en er ekki nógu vel gert
til að birta það, eru um 25 efnisflokkar,
suinir ólíkir innbyrðis en aðrir keimlíkir,
skarast og brýnast með ýmsu móti. Flestir
eru persónusögulegir þættir, ævisögu-
ágrip, minningar um fólk, sumir ritaðir
eftir minni, aðrir eftir heimildum. Þessir
þættir eru 37 alls en auk þess margir aðrir
með ívafi persónusögu. Ferðasögur eru 12,
en skyldar þeim eru sumar slysasögur (slys
í ferðalögum) um 5 að tölu. Kaflar úr sögu
Múlaþings (héraðssögur) teljast 7 (Héraðs-
völd og Brauðamat í 4. hefti, Ómagaskip-
un, Lestrarkunnátta, eyðibýlaskrá og
sýslulýsing í 5. hefti og Þrír merkir Aust-
firðingar í 10. hefti). Tvær eru byggðarsög-
ur einstakra jarða, Krossavíkur í 1. hefti og
Eiríksstaða í 6. hefti. f þennan flokk kem-
ur fleira, m.a. rækileg úttekt á störfum og
lífsbjargarúrræðum í byggðarhverfinu Firði
í Mjóafirði á 19. og 20. öld í 10. hefti.
Greinin um „ísarns meið“ (járnvinnslu) í
10. hefti er einnig bundin vissu tímabili í
sögu Eiða. Samgöngur eru aðalefni 8
greina í 1.-5. hefti. Aftur á móti tengjast
aðeins 2 greinar sjávarútvegi, Undir þung-
um árum í 1. hefti og að nokkru leyti
greinin Aldamótahátíð í Mjóafirði í 2. hefti.
Atvinnu- og samfélagssögu ætti að sinna
mun meira en gert hefur verið til þessa.
T.d. er ekki skammlaust að komin skulu
vera 10 hefti af byggðarsöguriti án þess að
sé nema rétt nartað í þann þróunarferil
sem skapaði lífsrými öllu því fólki sem
byggt hefur þorp og kaupstaði við sjávar-
síðu á Austurlandi frá því um 1880 er
veiðigráðugir Norðmenn komu til Aust-
fjarða á flota og veittu Austfirðingum öfl-
uga þróunaraðstoð í sjávarútvegi — og
lærðu auk þess að éta saltað kindakjöt,
sem bjargaði íslenskum sauðfjárbúskap
langa hrfð (saltkjötssalan til Noregs). Frá-
sagnir af minnisstæðum atvikum í lífi
manna eru 14 í þessum 10 heftum og
auðvitað allar frá 19. og 20. öld. í rauninni
eru þær fleiri því að víða fléttast þær inn í
greinar um önnur efni. Þetta er sennilega
vinsælasti efnisþátturinn, enda sá sem er í
nánastri snertingu við hinn daglega veru-
leika í lífi fólks. Kirkjumálagreinar eru 9,
m.a. kirkjusögur síra Ágústs í 8., 9. og 10.
hefti. Samantektir um einstaka staði eru
nokkrar, m.a. um Skrúðinn í 3. hefti og
Njarðvíkurskriður í 6. hefti. Þjóðsögur eru
held ég 5, smásögur 2 og kvæði um 40,
smáklausur af ýmsu tagi víðs vegar í heft-
unum og greinar um safnamál á Austur-
landi 4 í þrem síðustu heftunum. Skóla- og
fræðslusögur eru frá Vopnafirði í 2. og 3.
hefti, Djúpavogi í 4. hefti og Seyðisfirði í 9.
hefti. Þýðing eftir Daníel Bruun ein og
hefur kveikt umræður og fornminjaleit við
Jöklu ofan við Hrafnkelsdal. Nú tími ég
ekki að eyða meira rúmi í ófullkomið yfir-
lit, en efnisskrá og nafnaskrá yfir 10 fyrstu
heftin þyrfti endilega að taka saman, hvað
svo sem úr því verður.
Að síðustu ætla ég að minnast á örfá
atriði sem varða ritið og þar af eitt eða tvö
sem ég hef jafnan verið mjög óánægður
með.