Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 61
MÚLAÞING
59
með prófastinn, síra Einar Árnason, í broddi fylkingar, og 6 bændur,
allir úr hópi betri bænda á Héraði. Tilefni þessarar samkomu er, að
sýslumaðurinn, Eiríkur Árnason, hefur óskað eftir vitnisburði þeirra
um kynningu sem sýslumaður. Ekki stóð á vitnisburðinum, enda
höfðingjar stéttvísir á þessum tíma:
,,Það gjörum vér [nöfn 6 presta og 6 leikmannaj kristnum mönnum
kunnugt í þessu voru opna bréfi, að vér höfum vel fornumið í fyrrliðin
fjögur ár hvern tíma, að eðlaborinn heiðursmann, Eiríkur bóndi Árna-
son, hefur haft herra konungsins sýslu og umboð prófastsdæmis í
Múlaþingi, að þau hafa engin málaferli komið fyrir hann á þingum eður
þar hann hefur átt rétt yfir að segja, þar við höfum verið viðstaddir, að
eigi hafi hver mann hreppt lög án mótmælis af honum til, sem sín
málaferli hafa réttilega framborið fyrir hann, og eigi heldur af vorum
skilningi launsáttir eður samninga gjört, svo þar fyrir hafi þegnarnir
þarfnast síns réttar né herra konungurinn sinna sakferla, svo og látið
refsingar veita og veitt öllum þeim mönnum, sem þar til hafa unnið eftir
dómi og eigi hafa fé til haft sig að fría. Hér að auk er greindur Eiríkur
bóndi ljúfur og líknsamur við almúgann — — — og óáseilinn við
fátækan lýð. Er hann vitugur og vel menntur í andlegum lögum og
veraldlegum. Líst oss og almúganum í þeirri sýslu, að sá frómi mann sé
mjög vel skikkaður til að vera valdstjóri fyrir margra hluta sakir áður
greindra og fleiri annarra. Því viljum vér hann fyrir vora hönd og
almúgans samt til kjósa. Og til sanninda hér um setjum vér vor innsigli
fyrir þetta bréf, skrifað á Vallanesstað í Austfjörðum fjórum dögum
fyrir Botholsmessu dag, árum eftir Jesú Christi fæðing MDLX og VII.“
(1567.)
Svo mörg voru þau orð. Það hefði mátt ætla að maður með slíkt
siðferðisvottorð upp á vasann þyrfti engu að kvíða. En ekki voru þó allir
á eitt sáttir um það. Hinn 30. september 1568 er Páll lögmaður
Vigfússon staddur á Geithellum og setur þar dóm yfir Eiríki sýslumanni
fyrir að vanrækja þingreið úr sýslunni. Næst er það af Eiríki að segja, að
1577 er hann dæmdur til að greiða Jóhanni Bockholt hirðstjóra 300
ríkisdali vegna meðferðar sinnar á síra Halli á Kirkjubæ. Árið 1585
sleppir hann sýslumannsembættinu, tekur sig upp og flytur af landi
brott. — Og viti menn, hann sest að í Hamborg, og er ekki annað að sjá
en sýslumaðurinn fyrrverandi og ribbaldinn gerist þar virtur borgari.
Hann hafði misst konu sína áður en hann fluttist af landi og voru þau
barnlaus. 1 Hamborg giftist Eiríkur aftur þýskri konu.
Af þessu lífshlaupi Eiríks sýslumanns Árnasonar þykir mér að inegi