Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 200
198
MULAÞING
verkfræðingnum lítist vel á þetta brúarlag. Brýr með þessu lagi munu
geta orðið ódýrar en þó traustar.
Eg spurði hann þá hvað 35 álna löng brú með þessu lagi myndi kosta.
Kom hann aftur eftir nokkra daga og sagði að hægt myndi vera að smíða
hana fyrir 1650 kr. Eg bað hann þá að byggja svona brú fyrir mig og það
gerði hann.
Klenz þessi átti miklar lóðir utan Kaupmannahafnar og stundaði þar
smíðar sínar. En þegar bærinn fór að byggjast út, seldi hann lönd þessi
fyrir ærið fé og varð stórauðugur. — Þegar brúin var smíðuð fór eg að
skoða hana hjá honum.
Klenz spyr mig hvernig mér lítist á. Sagði eg að efni og smíði væri
ágætt, en eg sæi að brúin væri mér ónýt. ,,Hvað er nú að?“ spyr hann.
Eg svara að öll trén séu 11 þumlungar á kant og sum 12-15 álnir á lengd
og svo mikinn þunga geti bændur ekki flutt á hestum yfir há fjöll, eins
og þurfi að flytja þessi tré. ,,Hvaða ráð eru við því?“ segir hann. ,,I
fljótu bragði dettur mér ekki annað í hug,“ sagði eg, ,,en við verðum að
taka öll stærri trén, fletta þeim og lása þau svo saman með boltum í
gegn eins og brúnása á timburhúsum. Hvað myndi það kosta?“ Hann
segist skulu gera það fyrir 250 kr. Eg samþykkti það og þá kostaði brúin
1900 kr.
Þegar smíðinni var lokið sendi eg brúarefnið til Seyðisfjarðar með
Gránufélagsskipi og var flutningurinn gefinn. Þótti mér það vel sæma að
félagið, sem var eign bænda, styddi að sínu leyti framfarafyrirtæki
þetta. Allt gekk slysalaust með flutninginn.
Mánuði síðar fór eg svo heim til Islands með póstskipi. Hitti eg þá
sýslumennina í Suður- og Norður-Múlasýslu, þá Jón Ásmundsson og
Einar Thorlacíus. Sagði eg við þá að eg myndi gefa brúna eins og hún
lægi nú á Vestdalseyri, ef sýslubúar vildu taka það að sér að flytja efnið
að brúarstæðinu og koma brúnni á ána. Þeir tóku báðir hið besta í
þetta. Sagði eg þeim að nú yrðu þeir að láta fljótt verða úr framkvæmd
verksins og bjóst við, að nú myndi afskiptum mínum af þessari
brúargerð lokið, því að bændum myndi farast vel um framkvæmdina á
sínum hluta verksins.
Að þessu búnu fór eg norður á Akureyri og dvaldist fyrir norðan um
sumarið. Um haustið kom eg aftur á Seyðisfjörð og sá eg þá að enn lá
brúin þar kyrr. Var þá allmikið horfið af brúarefninu. Hafði flóð tekið
það út um sumarið og borið það út með öllum firði. Lét eg nú gera
gangskör að því að smala efninu saman og fannst það allt og var flutt á
sama stað.