Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 178
176
MÚLAÞING
snöggt að eg kom henni ekki fyrir og varð að breiða mig fyrir opið, sem
var framan á, til þess að fá ekki „sjó“ inn á vélina, og standa þannig yfir
fljótið á móti veðrinu. Alftaf gaf á. Þetta var norðvestanstormur. Þetta
var held eg það kaldasta sem eg komst í.“
Hér tekur bandið við frásögninni, Sigfús spyr og Ingvar svarar:
„Þið fluttuð allt efni í kvennaskólann á Hallormsstað?"
„Já, það var mikil vinna. Við settum upp bryggjustúf út og niður af
bænum til að losa við, og urðum að færa hana upp og ofan eftir því sem
hækkaði og lækkaði í fljótinu."
„Fluttuð þið allt efnið á einu sumri?“
„Það má eg ekki með fara. Þó held eg það. Eg held skófinn hafi
komist undir þak á einu sumri.“
„Það hefur nú verið gaman annað slagið í þessum flutningum. Var
ekki skemmtilegt fólk með stundum?“
,,Já já, það var oft gaman og mikið sungið á leiðinni. Fljótsdælingar
voru söngvnir og söngmenn góðir.“
„Þið hafið náttúrlega flutt mikið af fallegu kvenfólki á þessum
árum?“
„Já, fullt af kvenfólki.“
„Voruð þið hættir þegar kvennaskólinn tók til starfa?“
„Nei. Við fluttum Benedikt Blöndal og hans bú frá Mjóanesi upp í
Hallormsstað. Og stúlkurnar um haustið líka. Það var auðvitað ekkert
ömurlegt að faðma þær þegar við vorum að bera þær í land.“
„Þið hafið verið betur settir en við bílstjórar. Aldrei fengum við að
bera þær.“
„Þá var bryggjan komin langt upp á land, og við vorum ekkert að
draga hana út. Það fjaraði svo í fljótinu á haustin.“
,,En fóruð þið aldrei — hina leiðina?“
„Jú, aðeins einstaka sinnum fórum við út að fossi. Við fluttum t. d.
svifferjutimbrið út að Arnarmelnum1 og fórum út að klöppunum hjá
Litla-Steinsvaði með matvöru og byggingarefni, þakjárn sem átti að
fara í Kirkjuþæ. Fórum með það sem vont var að flytja á hestum. Við
fórum tvisvar út í Fossvík og fluttum þangað 150 símastaura og allt
efnið í laxastigann.“2
„Hvernig var leiðin þarna úteftir?“
„Við fórum fyrst eina ferð á stærri bátnum, vörubátnum tómum, og
álitum algerlega ófært. Við gátum alltaf átt á hættu að missa kjölinn
1 Ferjumöstrin munu hafa verið endurnýjuð.
2 Laxastigi var gerður í Lagarfoss 1931.