Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 116
114
MÚLAÞING
Gestrisni þess var frábær. Auk þess er það glaðsinna og félagslynt.
Hinsvegar þótti mér sveitin ekki sérlega fögur við fyrstu sýn. En á því
varð veruleg breyting með langri dvöl þar. Nú finnst mér hún einkar
viðkunnanleg.
Reyndar var ég gestur Eiðaþinghármanna tíu ára tímabil. Eg segi
þetta vegna þess að ég flutti aldrei heimilisfang mitt í sveitina meðan ég
var þar kennari. Sveitarstjórn fór aldrei fram á það við mig. Gekk þetta
þannig þegjandi og hljóðalaust. Maður nokkur vakti að vísu eitt sinn
máls á því við mig að áér þætti ekki vel við eiga að ég væri undanþeginn
gjöldum í sveitarsjóð, en stundaði þó atvinnu í hreppnum árum saman.
Oneitanlega hafði hann mikið til síns máls.
Tiltölulega margir sveitarbúar voru fátækir menn, og mun sameigin-
legur sjóður þeirra ekki hafa haft úr miklu að moða um þessar mundir.
Hefði hreppsnefnd Eiðahrepps mælst til þess að ég flytti heimilisfang
mitt hefði ég áreiðanlega orðið við óskum hennar. En það gerði hún
aldrei.
Ef um einhverja fjármuni var að ræða í þessu tilfelli, þá var
vinningurinn hjá Aðaldælahreppi. Það var viðmælanda mínum ljóst —
og okkur báðum. — Eg tek fram að hann var ekki í hreppsnefnd.
Þessar gerðir sveitarstjórnar Eiðahrepps — eða aðgerðaleysi — gefa
til kynna að hún hafði ekki tilhneigingu til að seilast í vasa fátæks
förumanns, jafnvel þó hún ætti réttinn.
Oddviti í Eiðahreppi árið 1927 var Guttormur Sigurðsson í Hleinar-
garði, síðar um langt skeið Björn Sveinsson á Eyvindará.
Samvinna mín við sveitarstjórn var snurðulaus, og ég minnist hennar
með ánægju. — Sama má segja um skólanefnd.
Um þessar mundir var heitt í kolunum á þjóðmálasviðinu, eins og
löngum hefur verið bæði fyrr og síðar. En þó voru ekki komnar til sögu
hinar hörðu deilur um „kjaramálin“, sem nú setja samfélagið á annan
endann frá neðsta þrepi mannvirðinga og í efsta topp.
í Eiðahreppi fylgdi meginþorri kjósenda Framsóknarflokknum að
málum. 1 þeim hópi voru flestir áhrifamenn sveitarinnar. Nokkrir voru
mjög róttækir í skoðunum. Þeir voru þá nefndir ,,kommúnistar“.
,,lhaldsmenn“ voru annaðhvort örfáir eða engir. Ég minnist engra er
töldu sig „jafnaðarmenn". Þó er ekki fyrir að synja að þeir hafi verið til.
Ég lét hvorki landsmál né sveitarmál til mín taka, hef alltaf talið að það sé
öllum fyrir bestu að kennarar leiði þau hjá sér, fyrst og fremst þeim
sjálfum.
Þó vissu þeir, sem mestu réðu í sveitinni, að ég studdi ekki að jafnaði