Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 170
168
MÚLAÞING
áður, fremur lágur vexti, grannvaxinn en þó knálegur um herðar. Svo
sérkennilegur var hann til munnsins, að auðvelt hefði verið að þekkja
hann, hefði maður séð hann áður.
Einhver aðstoðarmaður var með Sigurjóni, en ekki man eg nú iengur
hver hann var.
Veður var bjart og fremur hlýtt, en mikill suðvestanvindur eins og títt
er þegar þannig viðrar og því rnikil alda á fljótinu.
Kristinn Olsen, þaufvanur sjómaður frá Reyðarfirði og síðar bátstjóri
á fljótinu, sagði mér að öldur á Leginum gætu orðið mun verri
viðureignar en öldur á sjó þótt stórar væru, vegna þess hve krappar þær
væru. Þannig voru þær í þetta sinn er við lögðum af stað frá Klöppinni á
Egilsstöðum og stefndum suðvestur yfir Egilsstaðaflóann.
Eins og áður sagði vorum við með eftirbát. Þegar út á fljótsboiinn
kom og öldur fóru stækkandi, fór að bera á allmiklu ósamkomulagi á
milli móðurskipsins og ,,slefbátsins“. Þegar vélbáturinn var uppi á
öldunni, stóðst það oftast á endum að hinn væri niðri í öldudal og rykkti
þá óþyrmilega í dráttartaugina. Þessir kippir voru svo snöggir að við lá
að uppistandandi farþegar misstu fótanna.
Skyndilega hættu þessir kippir, og vélbáturinn skreið áfram fyrir-
hafnarlítið. Er að var gáð sást hvar timburbáturinn sigldi hraðbyri brott.
Nú reyndi á hæfileika skipstjóra við að sigla skolla uppi og klófesta
dráttartaugina sem hafði slitnað í síðasta rykknum.
Ekki veit eg hvernig vanir sjómenn hefðu farið að við slíkar aðstæður
til að forðast slys og ágjöf, en okkar skipstjóri beitti smalatækni úr
Vesturöræfum í eltingaleik við skjarrar rolluskjátur. Hann fór á skjön
við óþægðargemlinginn og renndi sér að honum eftir öldudal endilöng-
um. Sjaldan eða aldrei hef eg orðið hræddari, og eg held að sama hafi
mátt segja um Sigvalda, svo fölnaði hann. Oldudalurinn var svo
krappur, að þessi mjói bátur rétt skreið eftir honum. A báða vegu
hófust grágrænar öldur himinháar og með faldana svo nálæga að
tæplega sást í heiðan himin milli þeirra. Engu var líkara en þeir mundu
ljúkast saman yfir höfðum okkar.
Fyrir guðsmiskunn — og sennilega einhver stjórnarviðbrögð bátstjór-
ans — hafði þó báturinn sig upp úr öldudalnum, og það tókst reyndar að
ná tauginni og tengja bátana saman á ný, og áfram var svo haldið upp-
eftir fljótinu.
Brátt kyrrði bæði vind og „sjó“, samkomulag bátanna batnaði og
farþegarnir tóku að gera að gamni sínu á ný. Við Sigvaldi héldum
aðallega uppi samræðum, gamlir sveitungar frá því að Sigvaldi var