Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 53

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Síða 53
MULAÞING 51 KHB til mín, hafði frétt af mér. Eftir að við höfðum heilsast, barst talið að því, hvenær eg ætlaði að leggja til heiðarinnar aftur. Eg sagði honum að eg ætlaði á stað þegar ég væri búinn að binda, veðurútlit væri slæmt, og ætlaði eg að reyna að komast yfir heiðina áður en gengi í veður. Brynjólfi leist ekki meira en svo á þessa ákvörðun, en sagði aðeins: ,,Þú kemur heim og færð þér að borða áður en þú ferð.“ Þegar eg var búinn að hafa allt til fór eg heim að Tungu, en þar bjuggu þau Brynjólfur og Asta kona hans. Eg hafði lengi gist hjá þeim í kaupstaðarferðum. Brynjólfur sagði mér að veðurstofan spáði byl með morgninum, og vorum við sammála um að ekki væri til setunnar boðið. Eftir að hafa borðað indælan mat, kvaddi eg fólkið, fór niður í sláturhús, lagaði reiðfærin á hestunum og herti á gjörðum, og byrjaði að láta upp. Þá komu tveir eða þrír Fljótsdælingar til að líta eftir hestum sínum. Þeim verður að orði: „Þú ert bara að leggja á stað.“ Eg játa því, segi að það sé ekki um annað að gera, það sé spáð byl með morgninum. Eg spyr þá hvað þeir ætli að gera. Þeir segja að það sé meiningin að gista, og það með að menn séu búnir að dreifa sér til gistingar í þorpinu. Þeim leist ekki meira en svo á að eg legði einn á stað undir nóttina, en hjálpuðu mér samt að láta upp. Eg kvaddi þá, opnaði húsið og hleypti hestunum út, og þeir runnu þegar á slóðina. Veðrið var kyrrt, alskýjað og komið náttmyrkur. Lestin þokaðist hægt inn eyrarnar og Áreyjadal, og er eg ekkert að teygja úr frásögn af því ferðalagi inn undir Drangsbrekkur. Þar lá slóðin hátt í hlíðinni í miklum hliðbratta, og hafði kófað í hana þarna í brekkunum. Eg hafði haft Brúnku mína síðasta, svo eg gæti sest á bak öðru hvoru til að hvíla mig. Nú teymdi eg hana fram fyrir lestina, lagði upp á hana tauminn og vísaði henni á slóðina, sem hún þræddi á undan, en eg gekk meðfram lestinni til að fylgjast með að allt væri í lagi. Þannig þokaðist lestin áfram í dimmri nóttinni. Þegar kom á Hvalvörðu herti eg á afturgjörðunum, svo ekki snaraðist fram af þegar halla tæki niður í Brúðardalinn. Fór nú brátt að lýsa af degi. Veðrið var stillt en mjög kalt. Gekk ferðin vel niður Brúðardalinn og út Þórudalinn. Eftir að bjart var orðið var eg af og til að horfa til baka. Þegar eg er kominn yst í Þórudalinn varð eg óneitanlega nokkuð forviða — við að sjá fyrstu hestana í lest Fljótsdælinganna koma niður Brúðardalshálsinn. Eg man það enn eftir 45 ár, hvað eg varð forsjóninni þakklátur — eg hafði þá ekki verið einn á heiðinni. Þegar eg kom út á Hallbjarnarstaðahálsinn og sá út yfir Héraðið, var sem sæi í svartan vegg, fyrirboða þess að óveður væri í nánd. Mér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.