Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 28
26
MÚLAÞING
unum og birtist hún í ísafold 5. tölublaði 25. jan. 18%. Ritstjórinn
skrifaði formála eða athugasemd þannig:
,,Ishúsin á Austfjörðum. Það eru ekki færri en 8 íshús og frystihús
ýmist upp komin eða í smíðum nú á Austfjörðum frá því í fyrrahaust,
allt fyrir forgöngu og eftir fyrirsögn Isaks Jónssonar, er þangað kom í
fyrra frá Ameríku (Winnipeg).
Fyrsta húsið var byggt í fyrravetur í Mjóafirði og annað í vor á
Brimnesi við Seyðisfjörð. Þá hið þriðja og fjórða í haust sömuleiðis við
Seyðisfjörð: Hjá Wathne á Búðareyri og hitt á Þórarinsstaðaeyrum.
Enn frernur eitt (hið fimmta) á Vopnafirði, eitt (hið sjötta) á Norðfirði,
og eitt (hið sjöunda) á Fáskrúðsfirði. Loks stendur til að hann byggi hið
áttunda á Eskifirði. Þetta óvanalega fjör í nýjum framfarafyrirtækjum
hér á landi er því að þakka, að þau tvö íshúsin sem komin voru í gagn
fyrir sumarvertíðina eystra hafa reynst reglulegar gullkistur fyrir
útvegsbændur þar og fiskimenn. Hefur merkur maður og áreiðanlegur á
Seyðisfirði ritað Isafold það sem hér segir um Brimneshúsið og arðinn
af því eftir því sem ísak hafði ritað upp hjá sér þar að lútandi fyrir
tilmæli hans:“
Allur gróðinn íshúsinu að þakka
,,Brimneshúsið byggði hlutafélag; 72 hlutir á 25 kr.; kostaði það
uppkomið nefnilega 1800 kr. Voru lagðar til geymslu í það í sumar frá
16. júlí til 12. okt. 29.000 síldir, er notaðar voru síðan til beitu, en að
eins þegar ekki fékkst ný síld í net eða nætur. Eyddust alls til beitu úr
íshúsinu 35.000 síldir, er notaðar voru í 875 róðra — ein kaka, þ.e. 40
síldir í hvern róður. Það sem fékkst á þessar 40 síldir í róðri hverjum,
var þetta frá l-H/2 og jafnvel upp í 2 skippd. af fiski. Þótt aflinn sé ekki
gerður nema eitt skppd. í róðri og verðið sett 30 kr., þá nemur hann
samt alls 26.250 kr.
Leiða má mikið góðar líkur að því, að gróði þessi allur sé íshúsinu að
þakka, því að þótt eitthvað kynni að hafa fiskast á skemmda síld eða
saltaða eða á aðra beitu, þá mundi það varla hafa gjört meira en til að
jafna sig upp á móti sparnaði þeim á netjum og vinnukrafti, sem íshúsið
hefur haft í för með sér.
A tímabilinu frá 16. júlí til 12. okt. var síldarlaust í sjó hér vikum
saman, og er hausta tekur er oft ekki hægt að leggja net svo utarlega
sem þarf í firðinum fyrir sjávargangi, en þá oft einmitt ágætur þorskafli,