Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 56
54
MÚLAÞING
Svo furðulegt sem það er, þá er ekki hægt að finna foreldra Bjarna.
Fræðimenn hafa verið með ýmsar tilgátur, en engin þeirra er að minni
hyggju sennileg.
I Ættum Austfirðinga og víðar3 eru leiddar að þessu getur. Steinn
Dofri ættfræðingur telur að Marteinn faðir Bjarna hafi verið Runólfs-
son, Jónssonar frá Hólum í Eyjafirði. Einar Bjarnason prófessor telur á
hinn bóginn að foreldrar Bjarna hafi verið Marteinn Gamlason og
Rannveig Sturludóttir. Þau hjón koma við próventugjörning, þar sem
þau gefa próventu sína til Munkaþverár í Eyjafirði. Þá getur Bogi
Benediktsson þess í Sýslumannaævum að Marteinn komi við skjöl sem
sýslumaður á öðrum og þriðja áratug 15. aldar. Þessi bréf eru nú glötuð
og ekki vitað um hvað þau fjölluðu, en það er talið að Marteinn
Gamlason hafi verið sonur Gamla bónda Marteinssonar á Ljósavatni og
víðar, sem var meðal helstu bænda norðaustanlands í byrjun 15. aldar.
Að minni hyggju er hvorug þessi tilgáta rétt. Eg vil hins vegar koma
hér með þriðju tilgátuna, sem eg tel fullt eins líklega.
Þann 10. nóvember 1398 er gerður á Bessastöðum í Fljótsdal
kaupsamningur á milli Olafs bónda Jónssonar á Bessastöðum og
Ingunnar konu hans af annarri hálfu, og síra Guðmundar Þorsteinsson-
ar á Valþjófsstað af hinni,4 þar sem Ólafur selur síra Guðmundi
Bessastaði, en fær í staðinn Torfastaði og Skálanesin bæði í Vopnafirði.
Ólafur Jónsson er að líkindum sá sem kemur við máldaga nokkurra
kirkna austanlands hjá biskupi Vilchin í Skálholti 1397.
I máldaga Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal segir: ,,Item lagði síra Jón
Ólafsson 20 hundruð (XX C) til uppgerðar kirkjunni. Item gaf Ólafur
Jónsson eftir föður sinn söngbók frá páskum til jólaföstu, hest og 2
hundruð í geldfé. Item lagði hann til dúk glitaðan og saltara.“5
Hér gæti verið um feðga að ræða, þótt á engan hátt sé það víst, en
öruggt tel eg að um Ólaf á Bessastöðum sé að ræða.
I máldaga Bessastaða í Fljótsdal6 segir: „Porcio ecclesie meðan
Ólafur hefur búið, hálf mörk á hverju ári fjörutygi ára.“ Máldagi þessi
er eftir transskrifti frá 8. september 1421, og gæti því verið um að ræða,
að hina ógreiddu porcio bæri að telja frá þeim tíma og kaupin, sem fyrr
er vitnað til, hefðu þá gengið til baka, t. d. hefur mér dottið í hug að
Ingunn kona Ölafs hafi verið dóttir síra Guðmundar á Valþjófsstað og
jarðaskipti Ólafs og Guðmundar í sambandi við greiðslu heimanmundar
Ingunnar.
I máldaga Víðivalla ytri í Fljótsdal7 segir m. a.: „Var þetta lukt í
tíund kirkjunnar, er Ólafur Jónsson skildist með.“ Kirkjan á 4 hundruð